Norðurland

Eldur í fóðurverksmiðju á Akureyri

Talsverður eldur er í fóðurverksmiðju Bústólpa á Akureyri. Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar er á staðnum. Mikill eldsmatur er í húsinu. Ekki er talið að neinn sé í húsinu auk þess sem talsvert er í næstu byggingu og því ekki talin hætta á...
24.03.2017 - 22:25

Aukið fé til að hefja vegaframkvæmdir

1200 milljónum verður varið aukalega til samgöngumála. Það nægir til að hefja framkvæmdir en ekki ljúka þeim. Samgönguráðherra telur mögulega gjalddtöku geta rýmkað fyrir fjármagni til samgöngumála.
24.03.2017 - 20:06

Umhverfisáhrif af Kröflulínu 3 verði lítil

Ný Kröflulína númer þrjú mun hafa talsverð neikvæð áhrif á jarðmyndanir, gróður og ferðamennsku og útivist á hluta línuleiðarinnar. Þetta er niðurstaða frummatsskýrslu sem verkfræðistofan Efla vann fyrir Landsnet. Heilt yfir ættu umhverfisáhrif þó...
24.03.2017 - 15:37

Vegurinn um Öxnadalsheiði opinn að nýju

Búið er að opna veginn um Öxnadalsheiði, sem hefur verið lokaður frá því í morgun. Þar er snjóþekja og skafrenningur, en talsvert hefur lægt. Mest ná vindhviður nú styrk upp á 21 metra á sekúndu. Enn er nokkuð hvasst víða um land og hefur talsvert...
24.03.2017 - 15:08

Segir PCC ekki standa við boðuð launakjör

Ekki hefur náðst samkomulag við PCC Bakka Silicon um kjarasamning fyrir verkafólk í væntanlegri kísilverksmiðju fyrirtækisins á Bakka. Formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir að launatilboð fyrirtækisins sé ekki ásættanlegt. Það hafi boðað mun...
24.03.2017 - 12:31

Flug liggur niðri og Öxnadalsheiði ófær

Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs, en mjög hvasst er bæði á Norðurlandi,Austurlandi og hálendinu. Nú í hádeginu verður athugað hvort Flugfélag Íslands geti flogið til Akureyrar og Egilsstaða í dag, en ljóst er að ekki verður flogið...
24.03.2017 - 11:52

Um tíu prósent af línunum verði jarðstrengir

Nýjar háspennulínur, frá Blönduvirkjun austur í Fljótsdal, verða ekki nema að mjög takmörkuðu leyti lagðar í jörð. Þetta kemur fram í úttekt Landsnets á tæknilegum möguleikum jarðstrengja á hæstu spennu í flutningskerfinu.
23.03.2017 - 22:08

Spurðist fyrir um Alexandersflugvöll á þingi

Bjarni Jónsson, varaþingmaður Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi, sem nú situr á Alþingi, hefur lagt fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í sex liðum um Alexandersflugvöll.
23.03.2017 - 20:15

Myndsími fyrir ferðamenn í Hofi

Ólöf Ýrr Atladóttir hringdi í dag fyrsta myndsímtalið á vegum Safe Travel verkefnisins hjá Landsbjörgu, þegar hún hringdi frá Hofi á Akureyri og í þjónustufulltrúa Safe Travel í Reykjavík. Allir ferðamenn geta nú hringt beint til Reykjavíkur og...
23.03.2017 - 17:25

Höfuðstöðvar þjóðgarðs fluttar frá Reykjavík

Vatnajökulsþjóðgarður er landsbyggðarstofnun og við hæfi starfsemi hans sé á landsbyggðinni, segir formaður austursvæðis þjóðgarðsins. Höfuðstöðvar hans hafa verið fluttar frá Reykjavík austur á Hérað. Sársaukalaust og sparar fé, segir...
22.03.2017 - 12:31

Hætta með vakt fyrir sjúkrabíl á Ólafsfirði

Bakvakt fyrir sjúkraflutninga á Ólafsfirði verður lögð af og útköllum verður sinnt frá Siglufirði og Dalvík, samkvæmt breytingum sem Heilbrigðisstofnun Norðurlands hyggst ráðast í. Bæjarráð Fjallabyggðar hvetur stjórnendur HSN til að endurskoða...
21.03.2017 - 17:05

Safna peningum fyrir Íslendingafélög í Kanada

„Við ætlum að gefa Vestur-Íslendingunum gjöf, sönggjöf og menningargjöf. Við ætlum að syngja á fjórum stöðum í Kanada og reyna að lyfta undir stemmninguna. Láta þá finna það að okkur þykir vænt um áhugann á Íslandi,“ segir forstöðumaður...
21.03.2017 - 15:23

Hafna því að setja aukið fjármagn í göngin

Tveir af þremur stærstu hluthöfunum í Greiðri leið ehf., ætla ekki að setja meira fjármagn í framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng. Ríflega þrjá milljarða vantar til að hægt sé að klára göngin.
21.03.2017 - 12:07

Fáir grásleppubátar á sjó í upphafi vertíðar

Nærri helmingi færri grásleppubátar eru nú skráðir til veiða í upphafi vertíðar en þegar veiðin hófst í fyrra. Helsta ástæðan er lágt verð fyrir grásleppuna. Einhverjir skoða möguleika þess að hefja sjálfir verkun í von um hærra verð.
20.03.2017 - 17:38

Stal peningum af fötluðum skjólstæðingi sínum

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi fyrir helgi karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Maðurinn sinnti réttindagæslu fyrir mjög fatlaðan mann en samkvæmt ákærunni dró hann sér 681 þúsund krónur af reikningi hans. Hann...
20.03.2017 - 13:58