Norðurland

Fundu yfir 20 dauða æðarfugla á Tjörnesi

Danskir ferðamenn, sem voru á ferð um Norðurland, fundu yfir 20 dauða æðarfugla í Tungulendingu á Tjörnesi. Náttúrufræðingur segir óljóst af hverju fuglarnir hafi drepist, en þeir séu mjög horaðir.
20.02.2017 - 10:45

Norðlensk ungmenni vita minna um loftslagsmál

Norðlenskir unglingar vita minna um loftslagsbreytingar en þeir á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Fólk gæti skynjað vandann síður ef það býr í umhverfismeðvituðu samfélagi, segir kennari við HA.
20.02.2017 - 10:04

„Núna lít ég svo á að þessari deilu sé lokið“

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist fagna því að tekist hafi að leysa verkfall sjómanna með samningi og ekki hafi þurft að grípa til lagasetningar. Það fyrirkomulag sem samið var um varðandi fæðispeninga sjómanna, vinnufatnað og...
20.02.2017 - 00:32

Skíðasvæði opin í dag þrátt fyrir snjóleysið

Það er opið á að minnsta kosti tveimur skíðasvæðum í dag þrátt fyrir slæma tíð fyrir skíðafólk. Það er opið bæði í Hlíðarfjalli við Akureyri og á skíðasvæði Tindastóls í Skagafirði og færið er með besta móti. Það er ausandi rigning í Bláfjöllum og...
19.02.2017 - 10:04

Engin tilfelli um misbeitingu valds

Sveitarfélagið Skagafjörður segir engin tilfelli hafa komið upp þar sem kviknað hafi grunur um að starfsfólk á sambýlum sveitarfélagsins misbeiti valdi sínu frá því sveitarfélagið tók við ábyrgð þjónustu á sambýlinu á Blönduósi í ársbyrjun 2016.
17.02.2017 - 19:15

Yfirlæknir kvartaði undan kannabisræktanda

Yfirlæknir heilsugæslunnar á Dalvík sendi lögreglunni á Norðurlandi bréf í mars á síðasta ári og sagðist hafa upplýsingar um að maður, sem í dag var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kannabisræktun og önnur brot, ráðlegði fólki eindregið að hætta...
17.02.2017 - 18:25

Fær sekt fyrir að vera með barnaklám

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karlmann til að greiða 200 þúsund króna sekt fyrir að vera með og skoða myndir og myndskeið af börnum sem sýnd voru á kynferðislegan og klámfengin hátt eða samskonar myndir af einstaklingum sem voru 18 ára...
17.02.2017 - 17:02

Skagafjörður tapar 23 milljónum á Mótun

Byggðaráð Skagafjarðar samþykkti í gær að veita plastbátasmíðafyrirtækinu Mótun 23 milljóna króna víkjandi lán, vegna skulda fyrirtækisins við Kaupfélag Skagfirðinga. Fyrirtækið var stofnað til þess að efla trefjaiðnað í sveitarfélaginu.
17.02.2017 - 15:43

Svartfugl drepst vegna næringarskorts

Óvenjumikið hefur fundist af dauðum svartfugli í fjörum norðanlands í vetur. Líffræðingur segir vannæringu líklegustu skýringuna - því fuglinn sé grindhoraður.
17.02.2017 - 12:37

Bændur áhyggjulausir í frostleysi

Kúabændur hafa víða getað dreift skít á tún í vetur, þar sem tíðin hefur verið góð og lítið frost í jörðu. Slíkt er ekki sérlega algengt, því vanalega sinna bændur þessum verkum á haustin og snemma á vorin. Þetta þarf þó ekki endilega að vera...
17.02.2017 - 12:26

Barði vistmann fyrir að fá sér rúsínur

Ofbeldi gegn vistmönnum á Sambýlinu á Blönduósi hefur ítrekað komið upp undanfarin ár. Réttargæslumaður fatlaðs fólks á Norðurlandi segir málin afar erfið, þar sem vistmenn geta ekki tjáð sig um hvað gerðist. Einn starfsmaður tók vistmann hálstaki...
16.02.2017 - 19:08

Miklar brotalamir í þjónustunni

Rún Knútsdóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu og fulltrúi í velferðarvaktinni, segir augljóst að það séu miklar brotalamir í þjónustunni á sambýli á Blönduósi fyrir fólk með fötlun. Sérfræðiteymi innan velferðarráðuneytisins komst að þeirri...
15.02.2017 - 19:49

Vistmenn á sambýli beittir nauðung og þvingun

Ólögmætri nauðung og þvingun er beitt á sambýlinu á Blönduósi. Þetta er úrskurður sérfræðiteymis innan velferðarráðuneytisins síðan í fyrra. Stjórnvöld hafa vitað um brotalamir í starfsemi sambýlisins síðan 2011. Sveitarfélagið Skagafjörður...
15.02.2017 - 18:02

Bæjarfulltrúi gagnrýndi flata kvisti harðlega

Byggingar á Drottningarbrautarreitnum svokallaða í Akureyrarbæ hafa verið nokkuð umdeildar meðal bæjarbúa, en þar hefur verið stefnt að uppbyggingu í nokkur ár. Bæjarfulltrúinn Preben Jón Pétursson hefur nú bæst í hóp gagnrýnenda vegna breytinga sem...
15.02.2017 - 16:34

Eyjafjarðarsveit kolefnislaus í framtíðinni?

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að kanna möguleika þess að taka upp kolefnisbókhald fyrir sveitarfélagið og möguleika á kolefnisjöfnun. Þar með vill sveitarstjórn kanna hvort raunhæft sé að Eyjafjarðarsveit geti orðið...
15.02.2017 - 14:04