Norðurland

Sjómenn funda víða um land

Sjómannafélag Eyjafjarðar hefur boðað til félagsfundar nú klukkan eitt, þar sem farið verður yfir samningaviðræður við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Hlé var gert á viðræðunum fyrri í vikunni og flest stéttarfélög sjómanna nýta tímann til slíkra...
20.01.2017 - 12:38

Sváfu á 64 milljóna króna lottómiða

Hjón frá Akureyri komu á skrifstofu Íslenskrar getspár í gær með vinningsmiðann í Lottóinu sem leitað hefur verið frá því á gamlársdag, þegar 64 milljóna króna vinningur gekk út á miðann sem keyptur var í Hagkaupum á Akureyri.
20.01.2017 - 12:27

Skortur á fjármagni hindrun í loftslagsmálum

Íslendingar ættu að hjóla meira, auka rafbílanotkun og rækta meiri skóg til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sérfræðingur í umhverfisfræðum segir að landsmenn mættu hafa meiri áhyggjur af loftslagsbreytingum.
19.01.2017 - 19:40

Vilji ráðherra skiptir mestu í neytendamálum

Það ætti að vera neytendum til hagsbóta að málefni þeirra hafi verið flutt frá innanríkisráðuneytinu og yfir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta segir fyrrum þingmaður Bjartrar framtíðar og nú starfsmaður Neytendasamtakanna. Nýr ráðherra...
18.01.2017 - 12:38

Eiríkur Fannar kominn í fangelsið á Akureyri

Eírikur Fannar Traustason, sem hlaut fimm ára fangelsisdóm í byrjun júní á síðasta ári, er nú kominn í fangelsi að nýju eftir að hafa verið í tímabundnu leyfi vegna alvarlegra veikinda í fjölskyldu hans. Hann var ekki undir stöðugu eftirliti á meðan...
17.01.2017 - 14:41

Ungmenni með litlar áhyggjur af hlýnun jarðar

Flest íslensk ungmenni hafa litlar sem engar áhyggjur af því að loftslagsbreytingar muni hafa áhrif á þau sjálf, samkvæmt rannsókn frá 2012. Fátt bendir til að nokkuð hafi breyst. Flestir nemendur í VMA sem fréttastofa ræddi við hafa litlar eða alls...
16.01.2017 - 22:06

„Vissulega ákveðin slagsíða á ríkisstjórninni“

Það er ákveðin áskorun fyrir ríkisstjórnina að í henni séu fáir sem séu af landsbyggðinni, segir bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Hann er ánægður með afstöðu nýs samgönguráðherra varðandi Reykjavíkurflugvöll.
13.01.2017 - 18:33

Fleiri sveitarfélög vilja opnun NA/SV brautar

Sveitarfélögin Skagafjörður og Langanesbyggð hafa bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að opna NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar að nýju til að „tryggja sjúkraflug," eins og það er orðað í bókun...
13.01.2017 - 13:18

Viðtal: Þrefalda þurfi ríkisframlagið til LA

Ef reka á atvinnuleikhús með myndarskap á Akureyri þarf að þrefalda framlag til Leikfélags Akureyrar í menningarsamningi ríkisins við Akureyrarbæ. Þetta segir leikhússtjóri félagsins. Framlagið hafi rýrnað um 60 prósent undanfarinn áratug. Skapa...
13.01.2017 - 11:59

Fjarnemar líklegri til að búa í heimabyggð

Fjarnemar í háskólum er mun líklegri til að búa áfram í sinni heimabyggð eftir að námi lýkur en þeir nemendur sem eru í staðarnámi eða flytjast búferlum til að stunda nám. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var í fjórum háskólum hér á landi.
13.01.2017 - 11:43

Gegnumslag í Vaðlaheiði gæti orðið í febrúar

Stefnt er að gegnumslagi í Vaðlaheiðargöngum í lok febrúar eða byrjun mars. Til þess þarf þó allt að ganga upp og framvinda verksins að vera langt yfir meðaltali síðasta árs og því er líklegt að áætluð verklok muni tefjast.
12.01.2017 - 19:17

Vildu sjá fleiri ráðherra af landsbyggðinni

Sveitarstjórnarmenn víða um land hefðu viljað að fleiri ráðherrar í nýrri ríkisstjórn væru búsettir á landsbyggðinni. Rétt sé þó að gefa þeim svigrúm og fella enga dóma fyrirfram.
12.01.2017 - 13:07

Ratcliffe gerði tilboð í jarðir í Þistilfirði

Breski fjárfestirinn Jim Ratcliffe hefur sýnt mikinn áhuga á að kaupa jarðir í Þistilfirði með veiðirétti í Hafralónsá. Ratcliffe eignaðist jarðir í Vopnafirði í haust og skömmu fyrir jól keypti hann meiri hlutann í jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum.
12.01.2017 - 12:15

Eldsvoði hjá Sæplasti á Dalvík

Mikill viðbúnaður var þegar eldur kom upp í verksmiðju Sæplasts á Dalvík á fimmta tímanum í nótt. Starfsmönnum tókst að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang.
12.01.2017 - 09:57

Fóru út af á leið í kirkjugarðinn

Jeppi fór út af veginum við kirkjugarðinn á Akureyri klukkan hálf þrjú í dag. Eldri hjón voru í bílnum og blindaðist ökumaðurinn vegna snjókomu. Hjónin sakaði ekki.
11.01.2017 - 14:53