Svartur í Sumarhúsum

Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands.


  • Prenta
  • Senda frétt

12. apríl voru liðin 230 ár frá fæðingu Hans Jónatans, fyrsta þeldökka mannsins sem settist að á Íslandi. Hans Jónatan ólst upp sem þræll á plantekru í Karíbahafi en settist að á Djúpavogi árið 1805 og bjó þar til dauðadags. Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði, vinnur að ævisögu Hans Jónatans.

Gísli sagði frá mögnuðu lífshlaupi Hans Jónatans í Morgunútvarpinu. Til stendur að minnast hans á margvíslegan hátt í tilefni af 230 ára afmælinu, með heimildarmynd, ævisögu og sýningu sem ber yfirskriftina Svartur í Sumarhúsinu. Gísli segir heimamenn á Djúpavogi hafa tekið Hans Jónatan vel og ekkert bendi til að hann hafi orðið fyrir fordómum. Aðra sögu sé að segja af afkomendum hans en Gísli telur líklegt að viðhorf til þeldökkra hafi breyst með þjóðernishyggju 19. og 20. aldar. 

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku