Kvikmyndir

Hentar að vera kamelljón í tónlist

Atli Örvarsson óttaðist að það gæti gert út af við feril sinn sem kvikmyndatónskáld þegar hann flutti frá Hollywood til Akureyrar fyrir nokkrum árum. Hann hefur hins vegar aldrei haft meira að gera en nú og er meðal annars að ljúka við að tónsetja...

Óspennandi ástarþríhyrningur

Ný íslensk kvikmynd, Snjór og Salóme sem frumsýnd var á dögunum, er brotakennt verk með góðum púslum sem smella þó ekki saman, segir Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar.
30.04.2017 - 11:30

Atli semur fyrir mynd með Reynolds og Jackson

Atli Örvarsson semur tónlistina við bandarísku spennumyndina The Hitman‘s Bodyguard með stórstjörnunum Ryan Reynolds og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Myndin verður frumsýnd vestanhafs í ágúst og er spáð að hún verði einn af sumarsmellunum í ár.

Bílahasar slær aðsóknarmet

„The Fate of the Furious“, áttunda myndin í bílahasarmyndaflokknum „Fast and Furious“, sló aðsóknarmet á alþjóðavísu um helgina að sögn Universal Pictures kvikmyndaversins. Samtals greiddu kvikmyndahúsagestir yfir 532 milljónir bandaríkjadala fyrir...
17.04.2017 - 05:48

Erum orðin of upptekin til að deyja

Eurovisionkeppnin og dauðinn eiga óvenjulegt stefnumót í sjónvarpsmyndinni Líf eftir dauðann eftir Veru Sölvadóttur og Lindu Vilhjálmsdóttur, sem sýnd verður á RÚV að kvöldi páskadags og annars í páskum.

Svarti pardusinn á hvíta tjaldið

Svarti pardusinn, sem á ensku kallast Black panther, er fyrsta svarta ofurhetjan sem nýtur almennrar hylli. Stórmynd um pardusinn er væntanleg á hvíta tjaldinu í febrúar á næsta ári.
11.04.2017 - 16:30

Baltasar bætir Teller við nýjustu mynd sína

Framleiðendur kvikmyndarinnar Adrift, sem Baltasar Kormákur leikstýrir, eru sagðir eiga í viðræðum við bandaríska leikarann Miles Teller um að leika annað aðalhlutverkanna í myndinni. Ef af verður yrði fimmta myndin sem Teller og aðalleikkonan...
09.04.2017 - 15:24

Ridley Scott vildi drepa Ripley

Lokaatriði kvikmyndarinnar Alien, þar sem Sigourney Weaver í hlutverki Ellen Ripley sigrast á geimverunni, er eitthvert eftirminnilegasta atriði kvikmyndasögunnar. Ridley Scott, leikstjóri myndarinnar, sá upphaflega fyrir sér allt annan endi – og...
04.04.2017 - 15:06

Fimmtíu ára fangelsi fyrir mútuþægni

Fyrrverandi yfirmaður ferðamála í Taílandi var í dag dæmdur í fimmtíu ára fangelsi fyrir mútuþægni. Hann þáði jafnvirði um það bil 200 milljóna króna af bandarískum hjónum gegn því að þau fengju að setja á stofn alþjóðlega kvikmyndahátíð í...
29.03.2017 - 10:05

Listin að tónsetja fjöldamorð

Tónskáldið og sellóleikarinn Hildur Guðnadóttir á að baki langan og fjölbreyttan tónlistarferil, en vinnur nú að tónlist fyrir Hollywoodmyndina Soldado, þar sem hún veltir meðal annars fyrir sér hvernig best sé að tónsetja fjöldamorð.
25.03.2017 - 12:08

„Duglegt fólk sem náð hefur árangri“

Eftir tveggja ára bið fékk Jón Karl Helgason tækifæri til að fylgjast með lífi tælenskrar fjölskyldu á Íslandi. Afraksturinn er heimildamyndin „15 ár á Íslandi.“ Jón Karl rifjaði það upp á Morgunvaktinni á Rás 1 að hann hefði fyrst myndað...
22.03.2017 - 14:46

Fimmtán ára innsýn í heillandi heim

Við erum ekki nógu dugleg að kenna innflytjendum íslensku. Þetta segir kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Karl Helgason. Hann hefur fylgst með fjölskyldu í Reykjavík í fimmtán ár, eða frá því að hún flutti hingað frá Taílandi. Afraksturinn, heimildarmyndin...
21.03.2017 - 18:46

Fríða og dýrið slá aðsóknarmet

Disneymyndin Fríða og dýrið sló aðsóknarmet í kvikmyndahúsum vestanhafs þar sem hún var frumsýnd um helgina. Talið er að hún hafi halað inn um 170 milljónum dala fyrstu þrjá dagana sem hún var í sýningu, sem er met í marsmánuði í Bandaríkjunum. Að...
20.03.2017 - 00:46

Mannleg saga um sorg, missi og eftirsjá

Óskarsverðlaunamynd Kenneth Lonergan, Manchester by the Sea með Casey Affleck í aðalhlutverki, grefur sig inn að beini áhorfenda segir kvikmyndarýnir Lestarinnar. Affleck er stórgóður í hlutverki sínu og handritið sé meistaralega skrifað. „Það...
17.03.2017 - 12:00

Moonlight brýtur blað í kvikmyndasögunni

Bandaríska kvikmyndin Moonlight er fyrsta hinsegin myndin sem valin hefur verið besta myndin á Óskarsverðlaununum, segir ritstjóri vefmiðilsins Gay Iceland. Hann telur velgengni Moonlight á Óskarsverðlaununum og Hjartasteins á Edduverðlaununum sýna...
01.03.2017 - 16:31