jól

Boðið heim í nær 50 ár á þrettándanum

Tuttugu sortir voru á borðum í árlegu þrettándaboði á Suðureyri í gær. Kennari í bænum hefur boðið heim súgfirskum börnum á þrettándanum í næstum 50 ár.  
07.01.2017 - 20:07

Japanar halda jólin á KFC

Sinn er jólasiðurinn í landi hverju. Í Japan flykkjast milljónir manna á kjúklinga skyndibitastaðinn KFC til að halda upp á jólin.
26.12.2016 - 13:48

Sungnir verða sálmar...

Á jóladag kl. 16.05 er hið árlega jóla-Rokkland á dagskrá.
23.12.2016 - 11:03

Jólatónleikar Sinfóníunnar

Á jólatónleikum Sinfóníunnar er hátíðleikinn í fyrirrúmi og þar eiga sígildar jólaperlur fastan sess, en tónleikunum verður útvarpað á Rás 1 á öðrum degi jóla kl. 16.05.

Jólapökkum ekið út til kl. 14 á aðfangadag

Starfsmenn Íslandspósts aka út á annan tug þúsunda pakka á dag síðustu daga fyrir jól. Pósthús eru opin til klukkan tólf á morgun.
23.12.2016 - 09:06

Erindreki fiðlunnar - Yehudi Menuhin 100 ára

Í þættinum Erindreki fiðlunnar - Yehudi Menuhin 100 ára, sem er á dagskrá annan í jólum kl. 14.00, er farið yfir feril þessa merka tónlistarmanns og mannvinar leiknar hljóðritanir frá ferli hans og rætt við hjónin Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara...
22.12.2016 - 17:33

Fengu jólagjafir frá Íslandi

Liðsmenn Hróksins og Kalak færðu í dag um 50 börnum á grunn-og leikskólaaldri í Kulusuk á Grænlandi jólagjafir frá prjónahópi Gerðubergs í Breiðholti. Alls búa um 250 manns  í þorpinu. 
22.12.2016 - 00:08

Tónlist við jólasögur

Um jólaleytið er rétti tíminn til að segja jólasögur og í þættinum „Á tónsviðinu“ fim. 22. des. kl. 14.03 verður leikin tónlist sem tengist nokkrum tilteknum sögum og lesin brot úr sögunum. Sögurnar eru „Jóladraumur“ eftir Charles Dickens, „Áramót á...
21.12.2016 - 16:07

Jólakort æ sjaldséðari

Þeim virðist fara sífellt fækkandi sem senda jólakort til vina og vandamanna fyrir jólin. Í könnun MMR kemur fram að 43,5 prósent ætla ekki að senda jólakort í ár, samanborið við 33 prósent í fyrra.
19.12.2016 - 17:26

Umhverfisvæn jól í Norræna húsinu

Kanililmur var í lofti í Norræna húsinu í dag en þar er umhverfisvænn jólamánuður. Hægt er að breyta gömlum bókum í jólaskraut og kaupa endurunnar jólagjafir, til að mynda úr gömlum rennilásum og bílbeltum.
11.12.2016 - 19:31

Berglind Festival og jólapósturinn

Berglind Festival fór á höfuðstöðvar Póstsins á Íslandi, Póstmiðstöðina. Þar fékk hún að líta inn á rekstur Póstsins um jólin, prófaði þriggja hjóla rafskutlu og forvitnaðist um hvernig Pósturinn tæki á móti bréfum til Jólasveinsins.
09.12.2016 - 22:36

Spá að jólaverslun nái nýjum hæðum

Jólaverslunin í ár mun ná nýjum hæðum að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar sem spáir 85 milljarða króna veltu í nóvember og desember, án virðisaukaskatts. Gert er ráð fyrir að hver einasti Íslendingur kaupi fyrir tæplega 54 þúsund krónur.
08.11.2016 - 09:39

Jólaóratoría „Arnars Eggerts“, lokaþáttur

Framkvæmdateymi „Arnars Eggerts“ kveður jólatíðina grátklökk með þessum lokaþætti Jólaóratóríunnar, þar sem tæplega fimmtíu jólalögum af öllum sortum var spunnið í kringum ímyndað ljósvaka-jólatré...
03.01.2016 - 19:36

Smurbrauð ekki sérstök jólahefð í Danmörku

Danskt smørrebrød leikur lykilhlutverk í jólahaldi sumra Íslendinga. Á kaffihúsi á Þingeyri var boðið upp á smurbrauð fyrir jólin þótt matreiðslukonan segi að það sé ekki sérstök jólahefð í Danmörku.
27.12.2015 - 21:21

„Þetta var komið gott fyrir jól“

„Þetta var komið gott fyrir jól og ég bara trúi ekki mínum eigin augum og eyrum að við séum hérna,“ segir Sveinn Rúnarsson, allt annað en sáttur með að vera kominn aftur í Smáralind strax eftir jól. Þangað var hann kominn ásamt konu sinni og syni að...
27.12.2015 - 20:10