jól

Snjókorn falla ... á „Arnar Eggert“

Umsjónarmaður „Arnar Eggert“ á Rás 2, en hann er samnefndur þáttunum, tók mikla jólalagasótt fyrir c.a. fimm árum síðan og hefur verið heillaður af þessum geira sem allir elska að hata eða hata að elska síðan. Hann mun því helga desember glúrinni...

Langflestir gefa jólagjafir

Um og yfir níutíu prósent Íslendinga gefa jólagjafir, hafa jólaskraut og jólatré. Konfektgerð er hins vegar ekki eins vinsæl.

Hælisleitendur halda jól hjá Hernum

Hælisleitendur og innflytjendur þurfa ekki að sitja einir í kvöld því Hjálpræðisherinn á Reykjanesi býður þeim til matarveislu. Og allir fá svo glaðning.

Jólin haldin hátíðleg í Betlehem

Jólaljós loga nú um götur í Bethlehem fæðingarbæ Jesú Krists á Vesturbakka Jórdanar nú um jólin. Hefðbundið hátíðarhald og helgiathafnir verða í fæðingarkirkjunni sem stendur við Jötutorgið yfir helli fjárhirða þar sem Kristur var lagður í jötu.

Lítið um stress í Smáralind

Í Smáralind í morgun var fjöldi fólks að finna til síðustu gjafirnar og það sem upp á vantaði í jólamatseldina. Þrátt fyrir að jólin séu rétt handan við hornið voru þeir rósemdin uppmáluð. Jólaverslunin er væntanlega svipuð fyrir þessi jól og jólin...

Umferð í kirkjugarðana farin að dreifast

„Fólk er byrjað að koma í rökkrinu og síðan heldur þetta áfram vel yfir klukkan eitt og að ganga tvö og þá fer það mjög hratt niður.,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Hann segir að fáir komi eftir klukkan...

Jólaveðrið verður milt með snjókomu

Útlit er fyrir milt veður yfir jólin með fallegri jólalegri snjóföl í hægum vindi, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vægt frost er um allt land og útlit fyrir ágæta daga framundan.

15 prósentum fleiri þurfa jólaaðstoð

Umsóknir um jólaaðstoð hjá góðgerðasamtökum í Eyjafirði eru allt að fimmtán prósent fleiri en í fyrra. Aukningin er fyrst og fremst meðal ungs fjölskyldufólks sem er í vinnu, en nær ekki endum saman. Þetta segir Sigurveig Bergsteinsdóttir, formaður...

Íslendingar fastheldnir á jólamatinn

Nú þegar aðeins vika er til jóla eru vinnudagarnir langir og strangir hjá Jóni Erni Stefánssyni og starfsfólkinu í Kjötkompaní í Hafnarfirði. Þau vinna hörðum höndum við að verka og afgreiða jólasteikurnar. „Já, þetta eru langir dagar og...

Laun fyrir fullt starf dugi ekki til

Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík, segir æ fleiri sem eru í fullri vinnu leita til nefndarinnar eftir aðstoð. Jólaaðstoðinni verður úthlutað á Korputorgi föstudag og mánudag frá 10-16. Byrjað var að taka við pöntunum...

Bílaborgarjólastuð í eldhúsinu (í eyru)

Við verðum í eldgömlum, en móðins fötum í Eldhúsverkum kvöldsins þegar við rifjum upp skemmtileg jólalög frá gullaldar árum Motown útgáfunar í Detroit.

Tónleikar með Bryan Ferry

Enski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er lifandi goðsögn og einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans. Hann hélt magnaða tónleika í Elborgarsal Hörpu í maímánuði á síðasta ári en Rás 2 hljóðritaði tónleikana og sendir þá út á nýársdag.

Tónlistarárið á Rás 2

Tónlistarárið 2013 á Rás 2 verður rifjað upp á gamlárskvöld. Þar munu hljóma hinar ýmsu tónleikaupptökur og lög af nokkrum af vinsælustu íslensku plötum ársins 2013 í bland við erlent efni sem notið hefur vinsælda á Rás 2 á árinu.

Útgáfutónleikar John Grant

Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant, sem búsettur er á Íslandi um þessar mundir og tróð upp í áramótaþætti Gísla Marteins á RÚV fyrr í dag ásamt vinkonu sinni Sineád O´Connor, sendi í mars frá sér plötuna Pale Green Ghosts.

Tónleikar með Mark Lanegan

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Lanegan kom fram á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík, mánaðarmótin nóvember/desember sl. Rás 2 hljóðritaði fyrri tónleikana og sendir þá út laugardaginn 28. desember kl. 16.05.