jól

Berglind Festival og jólapósturinn

Berglind Festival fór á höfuðstöðvar Póstsins á Íslandi, Póstmiðstöðina. Þar fékk hún að líta inn á rekstur Póstsins um jólin, prófaði þriggja hjóla rafskutlu og forvitnaðist um hvernig Pósturinn tæki á móti bréfum til Jólasveinsins.
09.12.2016 - 22:36

Spá að jólaverslun nái nýjum hæðum

Jólaverslunin í ár mun ná nýjum hæðum að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar sem spáir 85 milljarða króna veltu í nóvember og desember, án virðisaukaskatts. Gert er ráð fyrir að hver einasti Íslendingur kaupi fyrir tæplega 54 þúsund krónur.
08.11.2016 - 09:39
Innlent · jól · Viðskipti

Jólaóratoría „Arnars Eggerts“, lokaþáttur

Framkvæmdateymi „Arnars Eggerts“ kveður jólatíðina grátklökk með þessum lokaþætti Jólaóratóríunnar, þar sem tæplega fimmtíu jólalögum af öllum sortum var spunnið í kringum ímyndað ljósvaka-jólatré...
03.01.2016 - 19:36

Smurbrauð ekki sérstök jólahefð í Danmörku

Danskt smørrebrød leikur lykilhlutverk í jólahaldi sumra Íslendinga. Á kaffihúsi á Þingeyri var boðið upp á smurbrauð fyrir jólin þótt matreiðslukonan segi að það sé ekki sérstök jólahefð í Danmörku.
27.12.2015 - 21:21

„Þetta var komið gott fyrir jól“

„Þetta var komið gott fyrir jól og ég bara trúi ekki mínum eigin augum og eyrum að við séum hérna,“ segir Sveinn Rúnarsson, allt annað en sáttur með að vera kominn aftur í Smáralind strax eftir jól. Þangað var hann kominn ásamt konu sinni og syni að...
27.12.2015 - 20:10

Jólin á Mars og þegar María mín fór

Allar götur síðan 1997 hefur Rokkland boðið upp á sérstakan jólaþátt og hann er einmitt í dag þetta árið.
27.12.2015 - 14:03

Elsta varðveitta jólatréð prýddi Hrunakirkju

Elsta varðveitta jólatréð, sem smíðað er á landinu, prýddi Hrunakirkju í hátíðarmessu á jóladag. Tréð var smíðað af Jóni Jónssyni í Þverspyrnu árið 1873.
26.12.2015 - 19:56
Innlent · jól

Má vera gaman á jólunum?

Ja það er nú það - en þeir sem þora taka sénsinn og hlusta á upptöku frá 8-undu jólatónleikum Baggalúts 2015 sem fóru fram laugardagskvöldið 12. desember sl. - í dag kl. 16.05 á Rás 2
26.12.2015 - 14:42
Jól · Popptónlist · Menning · Konsert

Hanastél í eldhúsinu

Vegna jólatónleika Baggalúts verður ekkert eginlegt Hanastél í boði í dag en við búum þá til skemmtilegan bræðing í staðin. Hanastél í eldhúsinu, Eldhúsverk og Hanastél í einum stuttum þætti! Magnað.
26.12.2015 - 12:09
Hanastél · jól · Tónlist

Þá mega jólin koma fyrir mééér...

Tveir af ástsælustu söngvurum landsins, þau Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson, tóku höndum saman og héldu hátíðartónleika í Eldborg í Hörpu þann 17. desember og upptaka frá tónleikunum er á dagskrá Rásar 2 í dag kl. 16:05
25.12.2015 - 13:01
jól · Jól · Popptónlist · Menning · Konsert

Sérstakir jólasiðir um allan heim

Sinn er siður í landi hverju og það á sannarlega við um jólin. Evrópubúar óttast illa anda og nýta jólin í uppeldinu en íbúar Suður-Ameríku fara í kirkju á hjólaskautum, diskótek á aðfangadagskvöld og sofa síðan út á jóladag.
24.12.2015 - 14:00

Óskar kúnum gleðilegra jóla fyrir kvöldið

Kýrnar eru svo kröfuharðar á fóður allan ársins hring að erfitt er að gera betur við þær í mat á jólum. Þetta segja bændurnir í Hvammi í Eyjafirði sem óska kúnum gleðilegra jóla eftir síðustu mjaltir á aðfangadagskvöld.
24.12.2015 - 12:22

Hnoðmörinn mikilvæg smurning

Þetta er toppurinn, nú eru jólin komin, sagði gestur í árlegri skötuveislu í Bolungarvík í gær. Húsráðandi segir að með hnoðmör megi smyrja líkamsstarfsemina, eins og hverja aðra vél.
24.12.2015 - 09:03

Afar sjaldan rauð jól á Akureyri

Þau verða ekki rauð jólin á Akureyri í ár, ekki frekar en fyrri ár. Þegar rýnt er í tölfræði Veðurstofunnar, kemur í ljós að síðast voru rauð jól á Akureyri árið 2008. Líkurnar á slíku eru taldar vera um 25%.
23.12.2015 - 19:59
Innlent · jól · Norðurland · Mannlíf · Veður

Þorláksmessukvöld á Rás 2

Það mun ekkert vanta upp á jólagleðina á Rás 2 í kvöld. Doddi litli mun standa jólavaktina til klukkan 10 í kvöld. Við heyrum sögurnar á bak við jólalögin, gamlar jólavísur Baggalúts og Lolla og Dóra láta jafnvel í sér heyra. Að sjálfsögðu...
23.12.2015 - 15:46