jól

Mest lesið: jól

Langflestir gefa jólagjafir

Um og yfir níutíu prósent Íslendinga gefa jólagjafir, hafa jólaskraut og jólatré. Konfektgerð er hins vegar ekki eins vinsæl.

Tónleikar með Bryan Ferry

Enski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry er lifandi goðsögn og einn farsælasti dægurtónlistarmaður samtímans. Hann hélt magnaða tónleika í Elborgarsal Hörpu í maímánuði á síðasta ári en Rás 2 hljóðritaði tónleikana og sendir þá út á nýársdag.

Tónlistarárið á Rás 2

Tónlistarárið 2013 á Rás 2 verður rifjað upp á gamlárskvöld. Þar munu hljóma hinar ýmsu tónleikaupptökur og lög af nokkrum af vinsælustu íslensku plötum ársins 2013 í bland við erlent efni sem notið hefur vinsælda á Rás 2 á árinu.

Útgáfutónleikar John Grant

Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant, sem búsettur er á Íslandi um þessar mundir og tróð upp í áramótaþætti Gísla Marteins á RÚV fyrr í dag ásamt vinkonu sinni Sineád O´Connor, sendi í mars frá sér plötuna Pale Green Ghosts.

Tónleikar með Mark Lanegan

Bandaríski tónlistarmaðurinn Mark Lanegan kom fram á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík, mánaðarmótin nóvember/desember sl. Rás 2 hljóðritaði fyrri tónleikana og sendir þá út laugardaginn 28. desember kl. 16.05.

Tónleikar með Ásgeiri Trausta í beinni

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hélt á heimaslóðir og tróð upp á tónleikum á Hvammstanga þann 29. desember. Rás 2 var á staðnum og sendi tónleikana út í þráðbeinni útsendingu til allra landsmanna. Ásamt Ásgeiri kom einnig fram norska söngkonan...

Skugga-Sveinn í útvarpinu

Varla hefur nokkurt íslenskt leikrit verið leikið oftar hér á landi en Skugga-Sveinn, mörgum kynslóðum til óblandinnar ánægju. Fá verk verðskulda betur að teljast til sígildra íslenskra leikbókmennta. Verkið er alþýðlegur gamanleikur með söngvum og...

Sá fyrsti...

Andrea Jónsdóttir spilar lög með ýmsum frumkvöðlum í tónlist að kvöldi nýársdags.

Litið um öxl og horft fram á veg

Það verður horft til baka og litið fram á veg í fjölbreyttum þætti hjá Sigríði Arnardóttur á nýársdag kl. 13:30 á Rás 2.

Hvað gerðist á árinu?

Fréttamenn RÚV greina frá atburðum á innlendum og erlendum vettvangi ársins 2013. Þátturinn er frumfluttur á Rás 1 á gamlársdag en endurfluttur á Rás 2 á nýársdag kl. 10.05.

Diddú - Af fingrum fram

Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, var gestur Jóns Ólafssonar í Salnum í Kópavogi 21. mars 2013. Þessi ástsæla söngkona rifjaði þar upp gamla og góða tíma, m.a. frá því hún söng með Spilverki þjóðanna og lög eins og Valdi skafari, Nei sko og Lazy...

Tónleikar með Pálma Gunnarssyni

Pálmi Gunnarsson hélt einstaka tónleika í Eldborgarsal Hörpu í september en þar fór hann yfir langan feril sinn ásamt einvalaliði tónlistarmanna. Þeir eru á dagskrá Rásar 2 kl. 16.05 - 2. dag jóla.

Sólaboð

Sólmundur Hólm heldur jólaboð fyrir hlustendur Rásar 2 á öðrum degi jóla milli 12.45 og 15.00. Hann fær til sín góða gesti í hangikjöti og uppstúf og spjall.

Jólin eru enn...

Guðni Már Henningsson tekur daginn snemma með hlustendum Rásar 2 á öðrum degi jóla þar sem hann spilar ljúfa og skemmtilega tónlist frá klukkan átta og fram til hádegis.

Jólalög Ómars Ragnarssonar

Að kvöldi jóladags verður endurfluttur þáttur af Geymt en ekki gleymt frá árinu 2005. Þátturinn er tileinkaður jólalögum Ómars Ragnarssonar og m.a. er rætt við Ómar um Gáttaþefsplötuna.