RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

SILFRIÐ HEFST Í FEBRÚAR

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Nýr umræðuþáttur, SILFRIÐ, hefur göngu sína sunnudaginn 5. febrúar, á RÚV og Rás 2. Umsjónarmenn þáttarins verða Fanney Birna Jónsdóttir og Egill Helgason.

Þátturinn verður um klukkustund að lengd, á dagskrá á sunnudögum kl. 11 að morgni og sendur út í beinni útsendingu. 
Viðfangsefni verður hinn pólitíski vettvangur, atvinnulífið, viðskipti og þau mál sem almennt eru efst á baugi hverju sinni. 
Fanney Birna er lögfræðingur að mennt, hefur getið sér gott orð sem blaðamaður og gegndi nú síðast starfi aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins.Egill snýr aftur á kunnuglegar slóðir en hann stýrði um árabil umræðuþættinum Silfur Egils.