RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Scandinavian Screening heppnaðist vel

Mynd með færslu
Kaupstefnan Scandinavian Screening var haldin í fyrsta skipti hér á landi dagana 6.-8. júní. Á Kaupstefnuna mættu stærstu kaupendur sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum til að kynna sér og festa kaup á norrænu sjónvarpsefni.

Til kaupstefnunnar komu 100 kaupendur frá sjónvarpsstöðvum og efnisveitum frá um 70 löndum, aðallega frá Evrópu en einnig frá Bandaríkjunum og víðar. Kaupendur voru að leita að alls kyns sjónvarpsefni, þar á meðal leiknum þáttum og þáttaröðum, heimildamyndum og –þáttum, barnaefni, menningarefni og afþreyingarefni.

Íslenska efnið sem kynnt var til leiks var fjölbreytt.  Eftirfarandi verkefni voru kynnt í sérstöku ,,screening" kerfi voru: 

 • Loforð
 • Klukkur um jól
 • Ránsfengur
 • Jöklaland
 • Spólað yfir hafið
 • Hið blómlega bú
 • Vatnajökull – Icelands heart of fire
 • Inside a Volcano
 • The biggest rescue
 • Tónahlaup

Fjögur samframleiðsluverkefni milli RÚV og sjálfstætt starfandi framleiðanda voru kynnt sérstaklega. Þetta eru allt sjónvarpsþáttaraðar sem eru í vinnslu og eiga það sameiginlegt að vera stórar og sterkar sögur með kraftmiklum karakterum.  Sjónvarpsþáttaraðirnar fjórar eru:

 • Valhalla Murders (RÚV/TRUENORTH/MYSTERY)
 • Verbud/Black Port (RÚV/VESTURPORT)
 • The Minister (RÚV/SAGAFILM)
 • Sjálfstætt fólk (RÚV/RVKstudios)

Viðbrögð kaupenda hafa verið mjög jákvæð og við leyfum okkur að vera bjartsýn um að efnið okkar muni ferðast víða um heim í framhaldinu.

Viðburðurinn hefur styrkt enn frekar RÚV og íslenska sjónvarpsefnisframleiðslu hjá stærstu alþjóðlegu kaupendum sjónvarpsefnis.

Kynnið ykkur nánar Scandinavian screening.