RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Með fulla vasa af grjóti í beinni á RÚV

Mynd með færslu
 Mynd:  -  Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið og RÚV munu leiða saman hesta sína í lok sumars og bjóða landsmönnum upp á leiksýninguna Með fulla vasa af grjóti. Um takmarkaðan sýningafjölda er að ræða, en sýnt verður á stóra sviði Þjóðleikhússins. Lokasýningin verður síðan í beinni útsendingu á RÚV.

Líkt og áður fara Hilmir Snær Guðnason og Stefán Karl Stefánsson með öll hlutverkin í þessu fyndna og hugljúfa verki.

Verkið verður frumsýnt þann 31. ágúst og verður lokasýningin þann 1. október. Er þetta í þriðja sinn sem Þjóðleikhúsið setur upp þessa sýningu, en verkið var sett upp í leikstjórn Ians McElhinneys í árslok 2000 og sett upp á ný árið 2012.