RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Loforð: Ný íslensk þáttaröð fyrir alla fjölskylduna

Mynd með færslu
 Mynd: Bragi Þór Hinriksson  -  RÚV
LOFORÐ er leikin sjónvarpsþáttaröð sem frumsýnd er á RÚV. Fyrsti þátturinn verður sýndur sunnudaginn 3. september kl. 19.45.

Hanna og Baldur eru ósköp venjulegir krakkar í Reykjavík. Líf þeirra tekur stakkaskiptum þegar foreldrar þeirra ákveða að skilja. Loforð er ljúfsárt drama um skilnað foreldra séðan með augum ungra barna þeirra og þau áhrif sem þessar óvæntu sviptingar hafa á tilveruna. Í þáttunum er sjónum beint að kvíðahnútnum sem tekur sér bólfestu djúpt í sál barns sem stendur frammi fyrir aðstæðum sem það getur ekki stjórnað og tilfinningum sem það ræður ekki við.

Þættirnir eru fjórir talsins og verða sýndir á besta tíma á RÚV á sunnudagskvöldum út september 2017.

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir þáttunum og handritshöfundur er Guðjón Davíð Karlsson. Með aðalhlutverk fara Andrea Birna Guðmundsdóttir og Lúkas Emil Johansen og foreldra þeirra leika Svandís Dóra Einarsdóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.

Þættirnir eru samstarfsverkefni Hreyfimyndasmiðjunnar og RÚV.

Aðstandendur:
Handrit: Guðjón Davíð Karlsson | Leikstjórn: Bragi Þór Hinriksson | Framleiðandi: Bragi Þór Hinriksson | Framleiðslufyrirtæki: Hreyfimyndasmiðjan ehf. og RÚV ohf. | Kvikmyndataka: Ívar Kristján Ívarsson | Klipping: Bragi Þór Hinriksson, Eggert Baldvinsson, Karl Ágúst Guðmundsson | Myndbrellur: Jón Már Gunnarsson | Leikmynd: Guðni Rúnar Gunnarsson | Búningahönnuður: Ylfa Geirsdóttir |Förðun og Gervi: Tinna Miljevic / Tónlist: Ian Post o.fl. / Hljóðhönnun: Gunnar Árnason |Leikarar: Andrea Birna Guðmundsdóttir, Lúkas Emil Johansen, Svandís Dóra Einarsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Jón Arnór Pétursson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Patrik Nökkvi Pétursson, Hinrik Huldar Bragason, Róbert Kolbeinsson, Sverrir Þór Sverrisson, Björk Jakobsdóttir, Agnes Lína Harðardóttir, Aldís Hamilton, Guðríður Jóhannsdóttir, Gunnar Birgisson, Jón Axel Jónsson, Bjarki Ingvarsson, Fannar Logi K. Þórarinsson, Völundur Arnþór Magnússon, Anna Hafþórsdóttir, Víkingur Kristjánsson, Björn Stefánsson, Jana María Guðmundsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson o.fl.