RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

KrakkaRÚV fær Vorvinda viðurkenningu IBBY

Mynd með færslu
Sunnudaginn 21. maí veitti Íslandsdeild IBBY sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Gunnarshúsi.

Vorvindahafar þetta árið voru fjórir en KrakkaRÚV hlaut viðurkenninguna fyrir starf sitt við framleiðslu efnis fyrir börn og með börnum, einkum fréttaefnis fyrir börn, og fyrir að gera eldra efni aðgengilegt.