RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Gott kynjajafnvægi meðal viðmælenda RÚV

Sýnishorn af viðmælendum Landans
 Mynd: RÚV
RÚV hefur haft jafnréttismál í forgrunni í allri starfsemi sinni á undaförnum misserum og náð marktækum árangri. Árið 2015 voru teknar upp markvissar mælingar á hlutfalli karla og kvenna í hópi viðmælenda í föstum þáttum og fréttum.

Skráðir eru viðmælendur í fréttum og fréttatengdum þáttum og öllum reglubundum innlendum þáttum í útvarpi og sjónvarpi og eru mælingarnar birtar fjórum sinnum á ári.  Talning sem þessi getur aldrei sýnt til fulls hver birtingarmynd karla og kvenna er í dagskránni en hún er mikilvægur liður í því að átta sig á stöðunni og fylgjast með þróuninni.

Viðmælendaskráning á öðrum ársfjórðungi 2017

Tölur fyrir annan ársfjórðung 2017, 1. apríl til 30. júní 2017 sýna að hlutfall viðmælenda var 51% karlar og 49% konur í sjónvarps og útvarpdagskrá RÚV, að undanskildum fréttum. Það er töluvert jafnara en á sama tímabili í fyrra en þá voru hlutföllin 55% karlar og 45% konur. Meiri jöfnuður kemur fram Rás 2 og Fréttastofu en á RÚV er sama hlutfall og í fyrra. Rás 1 sýnir sömu hlutfallstölur og í fyrra en konur er þar í örlitlum meirihluta viðmælenda. Sem fyrr er ójafnvægi meðal viðmælenda í fréttum en það ræðst að stærstum hluta af samfélagsaðstæðum. Talningin bendir þó til sterkari stöðu hjá RÚV en almennt hjá öðrum miðlum hérlendis.

Annar ársfjórðungur 2017

kk

kvk

heildarfj.

kk%

kvk%

Fréttastofa

1997

1074

3071

65%

35%

Rás 1

518

572

1090

48%

52%

Rás 2

428

370

798

54%

46%

RÚV - sjónvarp

322

290

612

53%

47%

Samtals dagskrá og fréttir

3265

2306

5571

59%

41%

Samtals dagskrá

1268

1232

2500

51%

49%

 

 

30.08.2017 kl.10:16
Samskiptasvið RÚV
Birt undir: Fjölmiðlar, Í umræðunni, Jafnréttismál, Í umræðunni, jafnrétti kynjanna, rúv