RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Áhugi erlendis á framleiðslu þáttaraðarinnar Sjálfstætt fólk

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
RÚV og RVK studios tilkynntu á dögunum áform um þróun og undirbúning 6-8 sjónvarpsþátta og kvikmyndar sem byggjast á skáldverki Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki. Tilkynningin hefur vakið athygli víða og sjónvarps- og kvikmyndasíðan Variety fjallaði um verkefnið á dögunum.

Í grein Variety kemur fram að verkefnið sé sameiginleg framleiðsla RVK studios og RÚV og að Baltasar komi til með að leikstýra þáttunum auk þess sem hann leiði teymið sem skrifar þættina. Það sem geri þáttaröðina sérstaka sé að sérhver Íslendingur muni hafa skoðun á því þar sem sagan sé svo rótgróin íslenskri menningu.

Sjá tilkynningu um verkefnið hér.