Hryðjuverk

Klofningshópur stóð að árás í St. Pétursborg

Klofningshópur út úr Al-Kaída, sem kallar sig Imam Shamil fylkið, segist hafa verið að verki þegar hryðjuverkaárás var gerð í jarðlestakerfinu í St. Pétursborg í Rússlandi í byrjun þessa mánaðar. Fimmtán létu lífið og á þriðja tug særðust. Talið er...
25.04.2017 - 21:17

Lögreglumorðinginn í París nafngreindur

Maðurinn sem banaði einum lögreglumanni og særði tvo á Champs-Élysées breiðgötunni í París hefur verið nafngreindur af yfirvöldum. Hann hét Karim Cheurfi og var margdæmdur ofbeldis- og glæpamaður. Saksóknarinn François Molins upplýsti þetta á...
22.04.2017 - 06:51

Mannskæð árás á útibú FSB austast í Rússlandi

Tveir dóu þegar einn maður réðist inn á skrifstofu rússnesku leyniþjónustustofnunarinnar FSB í borginni Khabarovsk, rétt við kínversku landamærin á föstudag. Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa lýst sig ábyrg fyrir árásinni og segja þrjá hafa...
22.04.2017 - 05:26

Morðinginn áður dæmdur fyrir morðtilræði

Formleg kennsl hafa verið borin á árásarmanninn sem myrti einn lögreglumann og særði tvo til viðbótar í París í gærkvöldi áður enn hann var sjálfur felldur af lögreglu. Hann var handtekinn í febrúar síðastliðnum, grunaður um að leggja á ráðin um...
21.04.2017 - 03:02

Var grunaður um að ætla að fella lögreglumenn

Maðurinn sem skaut einn lögreglumann til bana og særði tvo til viðbótar á Champs Elysees breiðgötunni í París í kvöld hafði verið undir eftirliti hryðjuverkadeildar lögreglu vegna gruns um að hann áformaði að verða lögreglumönnum að bana....
20.04.2017 - 22:24

Hryðjuverkin í Beslan 2004: Rússar gagnrýndir

Evrópski mannréttindadómstóllinn segir að rússnesk yfirvöld hafi brugðist í aðdraganda hryðjuverkanna í borginni Beslan í Téténíu í Suður-Rússlandi árið 2004. Yfir 330 manns létust þar, þegar hryðjuverkamenn úr röðum aðskilnaðarsinna réðust inn í...
13.04.2017 - 11:03

al-Sisi boðar þriggja mánaða neyðarlög

Abdul Fattah al-Sisi, Egyptalandsforseti, boðaði í kvöld setningu neyðarlaga vegna hryðjuverkaárásanna á tvær kirkjur egypskra kopta í dag, þar sem minnst 44 týndu lífi. Neyðarlögin eiga að gilda í þrjá mánuði. Þau heimila lögregluyfirvöldum að...
10.04.2017 - 02:56

Ódæðismaðurinn í Stokkhólmi sagður hafa játað

Maðurinn sem handtekinn var í tengslum við rannsókn árásarinnar sem varð fjórum manneskjum að aldurtila og slasaði fimmtán í miðborg Stokkhólms á föstudag hefur játað sök, að því er fram kemur á vefsíðum sænsku blaðanna Aftonbladet og Expressen....
10.04.2017 - 01:23

Öryggisgæsla hert í Egyptalandi

Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, jók í dag öryggiseftirlit í landinu eftir að tvær sprengjur sprungu í og við kirkjur koptíska safnaðarins í landinu. Yfir fjörutíu kirkjugestir létust í árásunum.
09.04.2017 - 18:36

Tugir látnir eftir árásir á egypskar kirkjur

Hátt í fjörutíu eru látnir og yfir eitt hundrað særðir eftir að sprengjur sprungu í og við tvær kirkjur í Egyptalandi í dag. Ofsóknir gegn kristnum Egyptum hafa farið vaxandi að undanförnu. Öfgasinnaðir múslimar kenna þeim um að hafa átt þátt í að...
09.04.2017 - 12:18

Hryðjuverk í Stokkhólmi: Fimm handteknir

Fimm manns hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkið í Stokkhólmi á föstudag og 500 hafa verið yfirheyrðir. Maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið vöruflutningabílnum sem varð fjórum að bana hefur verið eftirlýstur af stjórnvöldum síðan í...
09.04.2017 - 11:33

Tilræðismaðurinn í Stokkhólmi var eftirlýstur

Maðurinn sem ók vöruflutningabíl inn í mannmergð á Drottningargötu á föstudag og drap fjóra, kom til Svíþjóðar árið 2014. Í fyrrasumar var honum synjað um dvalarleyfi í landinu og í desember í fyrra fékk hann fjögurra vikna frest til að yfirgefa...
09.04.2017 - 10:58

Yfir 20 látnir í árás á kristna Egypta

Að minnsta kosti 25 eru látnir eftir að sprengja sprakk við kirkju trúfélags kopta í borginni Tanta, norðan við Kaíró, höfuðborg Egyptalands í dag. Yfir fjörutíu særðust í sprengingunni. Messa stóð yfir í tilefni pálmasunnudags. Sprengjan sprakk...
09.04.2017 - 09:24

Hafði fengið ábendingu um tilræðismanninn

Lögreglan í Stokkhólmi hefur handtekið 39 ára gamlan mann frá Úsbekistan sem er grunaður um að hafa ekið vöruflutningabílnum sem varð fjórum að bana og særði fjölda fólks á Drottningargötu í miðborg Stokkhólms í gær. Sænsku leyniþjónustunni bárust...
08.04.2017 - 14:10

Tilræðismaðurinn í haldi - sprengja í bílnum

Lögregla telur allar líkur á að maður sem handtekinn var í gær sé tilræðismaðurinn sem ók flutningabílnum, sem ekið var inn í hóp gangandi vegfarenda á Drottningargötunni í Stokkhólmi í gær. Heimagerð sprengja fannst í tösku í bílnum. Þetta hefur...
08.04.2017 - 08:23