Hryðjuverk

Tugir létust í sprengjuárás í Kabúl

Að minnsta kosti 24 eru látnir og 42 særðir eftir að bílsprengja sprakk í Kabúl snemma í morgun. Talsmaður innanríkisráðuneytis Afganistans segir sprengjuna hafa sprungið nærri rútu. Hún var þétt setin starfsmönnum ráðuneytis námumála á leið til...
24.07.2017 - 04:51

Ætla að berjast sameiginlega gegn hryðjuverkum

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og Katar hafa undirritað samkomulag um að berjast saman gegn hryðjuverkum í heiminum. Utanríkisráðherrar landanna, Rex Tillerson og Sheikh Mohammed bin Abdulrahman Al-Thani, greindu frá þessu á sameiginlegum...
11.07.2017 - 14:30

Ekki fylgst með sölu á efni til sprengjugerðar

Ríkislögreglustjóri hefur engar forvirkar rannsóknarheimildir vegna hryðjuverkaógnar og fylgist ekki með kaupum á efni sem hægt væri að nota til sprengjugerðar. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hættustig á Íslandi vegna...
09.07.2017 - 12:40

Almennir borgarar afhöfðaðir af vígamönnum

Vígamenn úr sómölsku hryðjuverkasamtökunum al-Shabaab afhöfðuðu níu almenna borgara í þorpi í Kenía í gær. Árásum vígamanna hefur fjölgað undanfarnar vikur í Kenía.
09.07.2017 - 03:33

„Við erum óbugandi þjóð“

Hryðjuverkaárásir urðu að minnsta kosti 53 að bana í Pakistan gær. Fleiri en 200 eru særðir. Í gær var síðasti föstudagur Ramadan-mánaðar, sem gerir árásina enn meira truflandi, að því er fram kemur á vef New York Times. Gærdagurinn var sá versti...
24.06.2017 - 05:38

Ódæðismaðurinn í Lundúnum nafngreindur

Maðurinn sem ók inn í hóp múslima á gangstétt við Sjösystraveg í Finsbury Park-hverfinu í Lundúnum í gær hefur verið nafngreindur. Hann heitir Darren Osborne, er 47 ára gamall, fjögurra barna faðir frá Cardiff í Wales, en upprunninn í smábæ í...
20.06.2017 - 03:10

Theresa May fordæmir árásina

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist fordæma árásina sem gerð var á hóp múslima í norðurhluta Lundúna í nótt. Segir hún árásina jafn andstyggilega og fyrri hryðjuverkaárásir í Bretlandi.
19.06.2017 - 12:59

Einn lést í árás á múslima í Lundúnum

Einn lést og átta slösuðust, þar af þrennt alvarlega, þegar sendibíl var ekið inn í hóp gangandi vegfarenda á Seven Sisters-vegi í Finsbury Park-hverfinu í norðurhluta Lundúna laust eftir miðnætti. Sjónarvottar herma að bílnum hafi verið ekið...
19.06.2017 - 03:16

Þrjár konur létust í sprengjuárás í Bógóta

Þrjár konur létust og ellefu særðust í mikilli sprengingu í verslunarmiðstöð í miðborg Bógóta, höfuðborgar Kólumbíu í dag. Yfirvöld ganga út frá því að hryðjuverkamenn hafi verið að verki. Enrique Penalosa, borgarstjóri Bogóta sagðist afar sleginn...
18.06.2017 - 03:28

Hryðjuverkum fækkar en handtökum fjölgar

1.002 voru handteknir í ríkjum Evrópusambandsins í fyrra, grunaðir um aðild að eða áform um hryðjuverk. Það eru eilítið færri en 2015 en nær 230 fleiri en 2014. Á sama tíma hefur hryðjuverkum og tilraunum til hryðjuverka fækkað úr 226 árið 2014 í...
16.06.2017 - 06:38

Tugir handteknir eftir hryðjuverk í Teheran

Yfir fjörutíu eru í haldi lögreglu í Íran, grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Að sögn leyniþjónustunnar hafa hinir meintu hryðjuverkamenn verið teknir höndum í höfuðborginni Teheran, í norðvesturhéruðum landsins og við...
09.06.2017 - 14:07
Erlent · Asía · Hryðjuverk · Íran

ISIS segist bera ábyrgð á árásum í Íran

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segjast hafa staðið að árásunum á þinghúsið í Teheran, höfuðborg Írans og á grafhýsi Khomeini erkiklerks í morgun. Tólf voru drepnir og 39 særðust í árásunum sem gerðar voru samtímis . Árásarmenn...
07.06.2017 - 12:23

Nýleg hryðjuverk „toppurinn á ísjakanum“

Þrjú hryðjuverk hafa verið framin í Bretlandi á síðustu þremur mánuðum, árásin í London á laugardag, í Manchester þann 22. maí og á Westminister brúnni þann 22. mars. Þessar þrjár árásir eru ekki vísbending um að hryðjuverkamenn séu í auknum mæli að...
05.06.2017 - 19:00

„Hryðjuverkamenn eru tækifærissinnar“

Michael Nevin, sendiherra Breta hér á landi, segir að hryðjuverkamenn séu tækifærissinnar og hann efast um að tímasetning árásanna sé tilviljun. Þetta sé árás á lýðræðið en lýðræðið eigi eftir að sýna styrk sinn í kosningum á fimmtudaginn.
04.06.2017 - 19:49

Hvetur fólk til að leita til sendiráðsins

Sendiherra Íslands í Lundúnum hvetur Íslendinga í borginni til að hafa samband við sendiráðið og láta vita af sér vegna hryðjuverkaárásanna í Lundúnum í gær. Ómögulegt sé að vita hve margir Íslendingar séu í borginni.