Hamfarir

Milljónir án vatns vegna rigningar og flóða

Milljónir eru án vatns í höfuðborg Chile, Santiago, og nærsveitum hennar. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma þá stafar vatnsskorturinn af gríðarlegu úrhelli og flóðum á svæðinu, sem hefur orðið minnst fjórum manneskjum að bana. Rigningarnar hafa...
27.02.2017 - 02:24

Heimili ónýt eftir eldsvoða í Christchurch

Minnst ellefu heimili eru ónýt eftir mikinn eldsvoða sem geisar í ný-sjálensku borginni Christchurch. Hundruð hafa neyðst til að flýja heimili sín að sögn yfirvalda. AFP fréttastofan greinir frá því að þjóðvarðliðið hafi lýst yfir neyðarástandi í...
16.02.2017 - 02:08

Þúsundir sofa undir berum himni eftir skjálfta

Þúsundir íbúa borgarinnar Suriago á Filippseyjum hafast enn við undir berum himni, tveimur dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir. Sex fórust í skjálftanum og yfir 200 slösuðust. Fjöldi eftirskjálfta hefur skekið borgina, sem er á...
12.02.2017 - 06:16

Neyðarástand vegna þurrka í Kenía og Sómalíu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kenía vegna mikilla og langvarandi þurrka sem þjakað hafa fólk og fénað víða um land. Forsetinn, Uhuru Kenyatta, kallar eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu og boðar aukna matardreifingu af hálfu hins opinbera...
11.02.2017 - 01:52

Minnst tólf fórust í aurskriðu á Balí

Minnst tólf fórust í aurskriðu á hinni vinsælu ferðamannaeyju, Balí, í Indónesíu. Tvennt slasaðist alvarlega í skriðunni, sem varð nærri þorpinu Songan á norðausturhluta eyjunnar. Talsmaður almannavarna Indónesíu segir að skriðan hafi fallið um...
10.02.2017 - 05:29

Engisprettufaraldur í Bólivíu

Yfirvöld í Bólivíu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna engisprettufaraldurs sem geisar í einu stærsta og mikilvægasta landbúnaðarhéraði landsins. Forseti Bólivíu, Evo Morales, hefur tilkynnt að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða hið bráðasta....
09.02.2017 - 05:13

Katla með rólegra móti

Nokkur virkni var í Kötlu í gær en Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segist ekki myndi ganga svo langt að kalla þetta sjálftahrinu. Snörpustu skjálftarnir voru 1,8 að stærð. Mest hreyfing var í norðanverðri Öskju og...
06.02.2017 - 11:14

Mannskæð snjóflóð í Afganistan

Að minnsta kosti 106 eru taldir af eftir mikil snjóflóð í norð-austurhluta Afganistan. 53 fórust í einu þorpinu, rétt við landamærin að Pakistan. Tugir húsa eru rústir einar. Að minnsta kosti 13 til viðbótar hafa farist Pakistanmegin landamæranna...
06.02.2017 - 07:17

„Getnaðurinn varð í gosinu“

Hversu algeng eru hamfaragos í Kötlu? Eða hversu virk er Bárðarbunga núna? Svör við þessum spurningum og ótal fleirum má finna á nýrri eldfjallavefsjá sem hefur verið opnuð á netinu. Evgenia Ilyinskaya eldfjallafræðingur segir að hugmyndin að...
02.02.2017 - 22:53

Tíu hafa farist í skógareldum í Chile

Að minnsta kosti tíu menn hafa látið lífið í miklum skógar eldum um miðbik Chile. Heilu þorpin hafa brunnið til ösku í eldunum sem eru sagðir þeir mestu í sögu landsins. Eldarnir kviknuðu fyrir fjórum vikum og brenna á að minnsta kosti 90 stöðum.
27.01.2017 - 08:50

Ástandið eins og í víti Dantes

Fjöldi smábæja hefur farið illa út úr skógareldum sem geisað hafa um miðbik Chile undanfarna daga. Óvenju heitt og þurrt veður hefur gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við slökkvistörf. Einn bær er nánast orðinn að ösku.
27.01.2017 - 04:41

Óveður geisar áfram í Bandaríkjunum

20 eru látnir í þremur ríkjum Bandaríkjanna vegna óveðurs sem þar geisar. Um tuttugu hvirfilbylir hafa myndast og skildu þeir eftir sig eyðileggingu í ríkjunum um helgina. Tré rifnuðu upp með rótum og híbýli fólks splundruðust.
24.01.2017 - 05:47

Mannskætt óveður í Bandaríkjunum

Minnst 16 eru látnir af völdum óveðurs sem geisað hefur í Mississippi og Georgíu í Bandaríkjunum um helgina. Bálhvasst var í ríkjunum og fór hvirfibylur í gegnum hjólhýsagarð í Dougherty-sýslu í Georgíu með þeim afleiðingum að sjö létu lífið.
23.01.2017 - 05:25

Varað við flóðbylgjum í Kyrrahafi

Jarðskjálfti af stærðinni átta varð um 40 kílómetrum vestur af Papúa Nýju-Gíneu um klukkan hálf fimm í nótt. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út á ströndum Papúa Nýju-Gíneu, Indónesíu, Nauru, Vanúatú og Salómonseyja og fleiri Kyrrahafseyja á...
22.01.2017 - 05:26

Tíu fundist á lífi í rústum skíðahótels

Tíu hafa fundist á lífi, þar á meðal fjögur börn, í rústum hótelsins sem varð undir snjóflóði á Ítalíu á miðvikudag. Búið er að ná fimm þeirra undan rústunum og ætla björgunarsveitir að leggja allt kapp á það að ná hinum fimm í nótt og athuga hvort...
21.01.2017 - 04:47