Hamfarir

Ellefu látnir í skriðum í Kólumbíu

Ellefu hafa fundist látnir og að minnsta kosti tuttugu er saknað eftir að skriður féllu í dag í miðhluta Kólumbíu. Óttast er að fleiri lík eigi eftir að finnast.
19.04.2017 - 16:04

113 dáin í flóðum og skriðum í Perú

113 hafa farist í flóðum og aurskriðum í Perú það sem af er ári. Fimm fórust um síðustu helgi. Hátt í 180.000 manns hafa misst heimili sín í vatnselgnum og aurskriðunum sem plagað hafa Perúmenn undanfarna mánuði og eru rakin til veðurfyrirbæris sem...
19.04.2017 - 04:46

Einn dó í jarðskjálfta í El Salvador

Jarðskjálfti af stærðinni 5,1 varð minnst einum manni að fjörtjóni í El Salvador á mánudag. Tveir slösuðust í skjálftanum, svo vitað sé. Upptök skjálftans, sem reið yfir laust fyrir miðnætti í gær að íslenskum tíma, voru á um fjögurra kílómetra dýpi...
11.04.2017 - 04:08

Yfir 250 látnir í Kólumbíu - Myndskeið

254 hafa fundist látnir eftir að grjót- og aurskriður féllu á bæinn Mocoa í Kólumbíu aðfaranótt laugardags, þar af 43 börn. Juan Manuel Santos forseti greindi frá þessu á Twitter í nótt. Þar segir forsetinn að því miður séu þetta einungis...
03.04.2017 - 07:13

Stærsta gos 20. aldarinnar

„Eldsúlurnar á háfjallinu ná um 800 metra í loft upp. Þyrla þær upp glóandi björgum feikilega miklum að stærð. Stórbjörgin þeytast í loft upp með kyngikrafti en falla svo niður í eldhafið aftur,“ svona lýsti blaðamaður Morgunblaðsins gosinu,...
29.03.2017 - 06:38

Debbie flokkuð sem náttúruhamfarir

Fellibylurinn Debbie, sem herjar á Queensland í norðvesturhluta Ástralíu, hefur verið skilgreindur sem náttúruhamfarir. Vindhraðinn sló í 75 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Nokkuð hefur dregið úr vindhraðanum síðustu klukkustundirnar.
28.03.2017 - 09:55

Hamfarastormurinn Debbie genginn á land

Fellibylurinn Debbie er genginn á land í Queensland í Norðaustur-Ástralíu og hamast þar á öllu sem fyrir verður af ógnarkrafti. Debbie er fjórða stigs fellibylur en enn er talin hætta á að hann sæki enn frekar í sig veðrið og falli í flokk fimmta...
28.03.2017 - 05:39

Fellibylur að skella á Queensland í Ástralíu

Tuttugu og fimm þúsund íbúum strandhéraða í Queensland í Ástralíu hefur verið sagt að forða sér að heiman vegna fellibyls sem kemur að landi í kvöld. Eitthvað er um að fólk neiti að fara.
27.03.2017 - 12:12

Átta menntskælingar fórust í snjóflóði í Japan

Átta menntaskólanemar fórust þegar snjóflóð féll í hlíðum fjalls sem þeir voru að klífa í morgun. Þriggja kennara er saknað. Lögregla og yfirvöld í Tochigi-sýslu norður af Tókíó staðfesta að snjóflóð hafi fallið við bæinn Nasu, þar sem um 50...
27.03.2017 - 06:32
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan

Milljónir án vatns vegna rigningar og flóða

Milljónir eru án vatns í höfuðborg Chile, Santiago, og nærsveitum hennar. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma þá stafar vatnsskorturinn af gríðarlegu úrhelli og flóðum á svæðinu, sem hefur orðið minnst fjórum manneskjum að bana. Rigningarnar hafa...
27.02.2017 - 02:24

Heimili ónýt eftir eldsvoða í Christchurch

Minnst ellefu heimili eru ónýt eftir mikinn eldsvoða sem geisar í ný-sjálensku borginni Christchurch. Hundruð hafa neyðst til að flýja heimili sín að sögn yfirvalda. AFP fréttastofan greinir frá því að þjóðvarðliðið hafi lýst yfir neyðarástandi í...
16.02.2017 - 02:08

Þúsundir sofa undir berum himni eftir skjálfta

Þúsundir íbúa borgarinnar Suriago á Filippseyjum hafast enn við undir berum himni, tveimur dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið þar yfir. Sex fórust í skjálftanum og yfir 200 slösuðust. Fjöldi eftirskjálfta hefur skekið borgina, sem er á...
12.02.2017 - 06:16

Neyðarástand vegna þurrka í Kenía og Sómalíu

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kenía vegna mikilla og langvarandi þurrka sem þjakað hafa fólk og fénað víða um land. Forsetinn, Uhuru Kenyatta, kallar eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu og boðar aukna matardreifingu af hálfu hins opinbera...
11.02.2017 - 01:52

Minnst tólf fórust í aurskriðu á Balí

Minnst tólf fórust í aurskriðu á hinni vinsælu ferðamannaeyju, Balí, í Indónesíu. Tvennt slasaðist alvarlega í skriðunni, sem varð nærri þorpinu Songan á norðausturhluta eyjunnar. Talsmaður almannavarna Indónesíu segir að skriðan hafi fallið um...
10.02.2017 - 05:29

Engisprettufaraldur í Bólivíu

Yfirvöld í Bólivíu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna engisprettufaraldurs sem geisar í einu stærsta og mikilvægasta landbúnaðarhéraði landsins. Forseti Bólivíu, Evo Morales, hefur tilkynnt að gripið verði til umfangsmikilla aðgerða hið bráðasta....
09.02.2017 - 05:13