Hamfarir

Mannskæð monsúnrigning á Sri Lanka

Yfir 160 eru látnir af völdum aurskriða eftir monsún-úrhelli á Sri Lanka. Sífellt fleiri lík finnast grafin ofan í aurskriðum sem féllu yfir íbúðabyggðir. Yfir 100 er enn saknað og nærri 90 eru á sjúkrahúsi.
29.05.2017 - 05:38

Um hálf milljón flýr heimili sín í Sri Lanka

Nærri 130 eru látnir og nærri hálf milljón hefur þurft að flýja heimili sín vegna mestu vatnavaxta í Sri Lanka í yfir áratug. Tuga er enn saknað. Björgunarsveitir fóru með neyðarbirgðir til nauðstaddra í gistiskýlum í nótt á svæðunum sem urðu verst...
28.05.2017 - 06:52

Hundrað látnir í monsúnregni Sri Lanka

Að minnsta kosti 100 hafa fundist látnir og 90 er saknað eftir úrhellis monsúnregn á suðvesturhluta Sri Lanka. Um 60 þúsund manns hafa orðið að flýja heimili sín vegna veðursins.
27.05.2017 - 04:57

Mannskæður jarðskjálfti í Íran

Tveir dóu og hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri landamærum Írans og Túrkmenistans síðdegis í gær. Íranskir ríkisfjölmiðlar greina frá þessu.Upptök skjálftans voru á 12,5 kílómetra dýpi nærri írönsku borginni...
14.05.2017 - 06:31
Erlent · Hamfarir · Asía · Íran

Sex stiga skjálfti í Suður-Japan

Jarðskjálfti af stærðinni 6 skók syðstu eyjar Japans árla þriðjudagsmorguns. Engar sögur fara af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum og flóðbylgjuviðvörun hefur heldur ekki verið gefin út. Upptök skjálftans voru á 10 kílómetra dýpi, um 110...
09.05.2017 - 04:12
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan

Feikileg flóð í Ontario og Quebec í Kanada

Mikil flóð eru nú í austurhluta Ontario-fylkis og vesturhluta Quebec í Kanada, af völdum mikils vatnsveðurs og vatnavaxta í Ottawafljóti undanfarna viku. Reiknað er með að vatnavextirnir nái hámarki þegar morgnar þar vestra í dag. Neyðarástandi...
08.05.2017 - 04:48

Ellefu látnir í skriðum í Kólumbíu

Ellefu hafa fundist látnir og að minnsta kosti tuttugu er saknað eftir að skriður féllu í dag í miðhluta Kólumbíu. Óttast er að fleiri lík eigi eftir að finnast.
19.04.2017 - 16:04

113 dáin í flóðum og skriðum í Perú

113 hafa farist í flóðum og aurskriðum í Perú það sem af er ári. Fimm fórust um síðustu helgi. Hátt í 180.000 manns hafa misst heimili sín í vatnselgnum og aurskriðunum sem plagað hafa Perúmenn undanfarna mánuði og eru rakin til veðurfyrirbæris sem...
19.04.2017 - 04:46

Einn dó í jarðskjálfta í El Salvador

Jarðskjálfti af stærðinni 5,1 varð minnst einum manni að fjörtjóni í El Salvador á mánudag. Tveir slösuðust í skjálftanum, svo vitað sé. Upptök skjálftans, sem reið yfir laust fyrir miðnætti í gær að íslenskum tíma, voru á um fjögurra kílómetra dýpi...
11.04.2017 - 04:08

Yfir 250 látnir í Kólumbíu - Myndskeið

254 hafa fundist látnir eftir að grjót- og aurskriður féllu á bæinn Mocoa í Kólumbíu aðfaranótt laugardags, þar af 43 börn. Juan Manuel Santos forseti greindi frá þessu á Twitter í nótt. Þar segir forsetinn að því miður séu þetta einungis...
03.04.2017 - 07:13

Stærsta gos 20. aldarinnar

„Eldsúlurnar á háfjallinu ná um 800 metra í loft upp. Þyrla þær upp glóandi björgum feikilega miklum að stærð. Stórbjörgin þeytast í loft upp með kyngikrafti en falla svo niður í eldhafið aftur,“ svona lýsti blaðamaður Morgunblaðsins gosinu,...
29.03.2017 - 06:38

Debbie flokkuð sem náttúruhamfarir

Fellibylurinn Debbie, sem herjar á Queensland í norðvesturhluta Ástralíu, hefur verið skilgreindur sem náttúruhamfarir. Vindhraðinn sló í 75 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Nokkuð hefur dregið úr vindhraðanum síðustu klukkustundirnar.
28.03.2017 - 09:55

Hamfarastormurinn Debbie genginn á land

Fellibylurinn Debbie er genginn á land í Queensland í Norðaustur-Ástralíu og hamast þar á öllu sem fyrir verður af ógnarkrafti. Debbie er fjórða stigs fellibylur en enn er talin hætta á að hann sæki enn frekar í sig veðrið og falli í flokk fimmta...
28.03.2017 - 05:39

Fellibylur að skella á Queensland í Ástralíu

Tuttugu og fimm þúsund íbúum strandhéraða í Queensland í Ástralíu hefur verið sagt að forða sér að heiman vegna fellibyls sem kemur að landi í kvöld. Eitthvað er um að fólk neiti að fara.
27.03.2017 - 12:12

Átta menntskælingar fórust í snjóflóði í Japan

Átta menntaskólanemar fórust þegar snjóflóð féll í hlíðum fjalls sem þeir voru að klífa í morgun. Þriggja kennara er saknað. Lögregla og yfirvöld í Tochigi-sýslu norður af Tókíó staðfesta að snjóflóð hafi fallið við bæinn Nasu, þar sem um 50...
27.03.2017 - 06:32
Erlent · Hamfarir · Asía · Japan