Yfir 180 prósenta verðbólga í Venesúela

18.02.2016 - 16:26
epa05167259 Vehicles queue to stock up on petrol at a Venezuela Oil gas station in Caracas, Venezuela, 17 February 2016. Venezuelan President Nicolas Maduro announced a 6,158 per cent increase in the 95 octane gas price and a 1,282 increase in the 91
Margir drifu í að fylla á tankinn eftir að Maduro forseti tilkynnti að bensínverð yrði sexþúsundfaldað.  Mynd: EPA  -  EFE
Verðbólga í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela fór í fyrra yfir 180 prósent. Efnahagssamdráttur ársins var 5,7 prósent. Seðlabanki landsins greindi frá þessu í dag. Óháðir hagfræðingar í landinu telja að hin raunverulega verðbólga hafi verið nokkrum sinnum hærri en bankinn gaf upp.

Upplýsingar seðlabankans um efnahagsástandið í fyrra koma innan við sólarhring eftir að Nicolas Maduro forseti tilkynnti að verð á bensíni yrði hækkað um sex þúsund prósent. Þetta er fyrsta eldsneytishækkun í landinu í tuttugu ár. Jafnframt greindi hann frá því að til stæði að leiðrétta gengi bolivarsins, gjaldmiðils landsins. Ástæðan fyrir efnahagserfiðleikunum í Venesúela er fyrst og fremst rakin til verðlækkunar á eldsneyti síðustu misserin.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV