Vörukarfan lækkaði mest hjá Víði

26.02.2016 - 13:45
Mynd með færslu
Ekki verður leyfilegt að nota teiknimyndapersónur á matvælaumbúðir ef tillagan nær fram að ganga.  Mynd: Bændasamtökin
Vörukarfan hefur lækkað hjá þremur verslunum frá því í febrúar í fyrra samkvæmt könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. Karfan lækkaði hjá Hagkaupum, Samkaupum-Úrvali og Víði, mest um 3% hjá Víði. Karfan hækkaði mest hjá 10/11, um 7% en minna hjá Bónusi, Krónunni, Iceland og Samkaupum-Strax. Á þessum tíma hefur verð á mat og drykk hækkað um 1,9% í vísitölu neysluverðs hjá Hagstofu Íslands.

 

 Í tölum ASÍ kemur ekki fram hvar karfan var dýrust eða ódýrust, eingöngu hvaða breytingar höfðu orðið á verði í verslununum.