Vísar ásökunum um hönnunarstuld á bug

30.08.2012 - 11:14
Mynd með færslu
Eigandi ferðamannaverslunarinnar The Viking vísar ásökunum framkvæmdarstjóra ullarvörufyrirtækisins Drífu um hönnunarstuld á bug. Framkvæmdarstjóri Drífu segir The Viking hafa sett á markað tvær vörur, annars vegur húfu og hins vegar vettlinga, sem séu óeðlilega líkar sinni vöru.

Sigurður Guðmundsson, eigandi sjö The Viking-ferðamannaverslana, vildi ekki tjá sig mikið málið þegar fréttastofa náði af honum tali fyrir norðan. „Maður sem telur sig hafa fundið upp vettlingana og húfuna ætti að hugsa sinn gang,“ segir Sigurður og bætir því við að hann sé með lögfræðing í málinu. Hann bendir jafnframt á að sú vara sem framkvæmdarstjóri Drífu sé að kvarta yfir sé líkari annarri vöru sem hefur verið framleidd á Akureyri í áratugi. „Það fyrirtæki fann hins vegar heldur ekki upp húfuna og vettlingana.“