Vísaði frá kæru á farbann

06.01.2016 - 10:47
Hæstiréttur Íslands
 Mynd: RÚV
Hæstiréttur vísaði í gær frá kæru erlends ferðamanns á farbanni sem hann var úrskurðaður í í lok desember. Málið varðar rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi í Öræfum á annan dag jóla þegar tveir fólksbílar rákust saman á einbreiðri brú yfir Hólá.

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði manninn í farbann til fyrsta mars.
Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurlandi, sem lögð var fyrir héraðsdóm, kemur fram að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa banað manninum af gáleysi með því að hafa ekið á mikilli ferð inn á einbreiða brú þar sem annar bíll var fyrir sem átti sér ekki undankomu auðið. Maðurinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar vísaði málinu frá vegna annmarka á kæru mannsins.