Virða ekki lokanir lögreglu - myndskeið

06.03.2016 - 10:40
Ferðamenn halda áfram að virða að vettugi lokanir við Gullfoss. Jafnvel þó gönguleið sé girt af með rammgerðu keðjuhliði og lögregluborða. Ferðamenn voru á hálum ís við Gullfoss í gær þegar þeir fóru yfir hliðið við Gullfoss sem einmitt er lokað vegna hálku við fossinn.

Hermann Valsson leiðsögumaður tók myndir við Gullfoss í gær og tók myndir af því þegar ferðamenn fóru fram hjá hliði og borða lögreglu og niður að Fossinum eftir ísilögðum göngustígnum.

Þetta hefur tíðkast við Gullfoss um nokkurt skeið en RÚV hefur áður sagt fréttir af því að ferðamenn virði ekki lokanir við fossinn að vetrarlagi.

Mynd með færslu
 Mynd: Hermann Valsson  -  RÚV
RÚV hefur tvívegis áður sagt fréttir af því að ferðamenn virði ekki lokun við Gullfoss. Leiðsögumenn segja slíkt hafa tíðkast um langt skeið.