Vilja að uppsagnir verði afturkallaðar

17.12.2013 - 21:28
Mynd með færslu
Stjórn Landssambands eldri borgara beinir eindregnum tilmælum til stjórnar RÚV og útvarpsstjóra að fjölbreytt og menningarleg dagskrá Rásar 1 verði ekki skert. Stjórnin vill að uppsagnir á reyndu og vinsælu dagskrárgerðarfólki á Rás 1 verði endurskoðuð.

Í ályktun stjórnarinnar segir að eldri borgarar séu afar traustur hlustendahópur Rásar 1 og sá þjóðfélagshópur sem hlusti hvað mest á útvarp. RÚV gegni mikilvægu öryggis- fræðslu- og menningarhlutverki samkvæmt lögum og á að ná til allra landsmanna. Landssamband eldri borgara telur að það sé fyrst og fremst Rás 1 sem sinni því hlutverki.