Viðræður við tónlistarkennara ganga hægt

05.11.2014 - 21:41
Mynd með færslu
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir að hægt gangi í kjaraviðræðum við tónlistarskólakennara. Samningafundur var í gær og sá næsti er á föstudag.

Inga Rún segir að þá verði haldið áfram að reyna að ná samkomulagi. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, sagði í gærkvöld að tónlistarskólakennurum standi til boða launahækkun gegn því að atvinnurekendur ráði lengd vinnuviku og hámarksfjölda nemenda á hvern kennara. Inga Rún segir að þetta sé ekki í samræmi við þau boð sem samninganefnd sveitarfélaga hafi lagt fram.