Velti vélsleða í Kópavogi

Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson  -  RÚV
Maður var fluttur á slysadeild í morgun eftir að hafa velt vélsleða í Kópavogi. Tíu ára drengur sem var farþegi á vélsleðanum slapp ómeiddur. Maðurinn hafði ekki réttindi til að keyra sleðann.

Lögreglan fékk í morgun tilkynningu um meðvitundarlausan mann sem lá við hringtorg í Kópavogi. Fljótlega kom í ljós að maðurinn hafði keyrt vélsleða sem hafði að öllum líkindum oltið, auk þess sem tíu ára gamall drengur hafði verið farþegi á vélsleðanum.

Drengurinn reyndist ekki hafa slasast en móðir hans kom á vettvang og sótti hann. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Hvorki hann né drengurinn voru með hjálm. Óheimilt er að aka vélsleða innan bæjar og því gerðist ökumaðurinn brotlegur við lög. Þar að auki hafði hann ekki réttindi til að aka vélsleða.

Mynd með færslu
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV