Veður versnar enn á Vestfjörðum - myndskeið

13.03.2016 - 23:10
Veður fer enn versnandi á norðanverðum Vestfjörðum. Reiknað er með að óveðrið nái hámarki um miðnæturbil. Háflóð verður á Ísafirði um svipað leyti og því fylgst vel með ástandinu í höfninni, þar sem fjöldi skipa og báta eru við bryggju. Skemmtibáturinn Nökkvi var að losna frá bryggju um níuleytið í kvöld og brugðust björgunarsveitarmenn skjótt við til að forða tjóni. Gekk greiðlega að festa bátinn, og einnig annan bát sem losnaði skömmu síðar.
Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV