Veðrið í dag lognið á undan storminum

08.03.2016 - 06:51
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  Ruv.is
Rólegheitaveður verður að mestu í dag og dálitlar skúrir eða él, sem má kalla lognið á undan storminum, segir í hugleiðingum veðurfræðings um veðurhorfur í dag og í kvöld.

Dagana þar á eftir verður nefnilega þrálátur lægðagangur með umhleypingum og tilheyrandi hvassviðri. Á morgun nálgast dýpkandi lægð sunnan úr hafi og annað kvöld veldur hún suðaustanhvassviðri á Suður- og Vesturlandi með
rigningu eða slyddu.

Vegurinn um Hvalnesskriður er lokaður vegna skriðuhættu. Þungfært er á Mosfellsheiði en ófært í Kjósaskarði. Lokað á Fróðárheiði. Þungfært er á Kleifaheiði og flughálka er á Mikladal. Flughálka er á Raufarhafnarvegi og í Þistilfirði. Ófært er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. 

 

Mynd með færslu
 Mynd: vedur.is  -  Veðurstofa Íslands
Vindaspá Veðurstofu Íslands fyrir fimmtudagsmorguninn klukkan 6.
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV