Varðskipið Þór á leið að Hoffellinu

11.01.2016 - 07:21
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Varðskipið Þór er nú á leið að Hoffellinu, flutningaskipi Samskipa. Skipið varð vélarvana um hádegisbil á sunnudag - hundrað og sextíu sjómílur suðvestur af Færeyjum. Helgafellið, sem einnig er skip Samskipa, er á staðnum.

Þetta kemur fram á vef Samskipa. Ekki þótti ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi. Þrettán manns eru í áhöfn skipsins en áætlað er að Þór nái til Hoffellsins á þriðjudag.

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV