Varað við stormi eftir hádegi á morgun

17.07.2017 - 18:24
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Veðurstofan varar við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu, við suðvesturströndina og á hálendinu eftir hádegi á morgun. Þá er búist við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu sunnanlands seint á morgun.

Spáð er vaxand suðaustanátt með rigningu í fyrramálið. Nokkuð hvasst verði – 10 til 23 metrar á sekúndu upp úr hádegi, hvassast við suðvesturströndina. Annað kvöld snýst hins vegar í mun hægari suðlæga átt með skúrum. Spáð er átta til tuttugu stiga hita á morgun. Hlýjast verður norðanlands.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV