Utanríkisráðuneytið sendir mann til Brasilíu

16.01.2016 - 11:07
Utanríkisráðuneyti Íslands við Hlemm.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Starfsmaður á vegum Utanríkisráðuneytisins er kominn til borgarinnar Fortaleza í Brasilíu til að aðstoða íslenskt par sem var handtekið þar milli jóla og nýárs, grunað um að hafa ætlað að smygla um fjórum kílóum af kókaíni úr landi.

Parið, 26 ára karlmaður og tvítug kona, var handtekið á móteli og er í haldi lögreglu. Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum fundust fíkniefnin í smokkum og fölskum botnum í ferðatöskum þeirra.

Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, segir hlutverk stjórnvalda í svona málum að kanna aðstæður og tryggja réttláta málsmeðferð íslenskra ríkisborgara. Hún vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið.