United skreið áfram í bikarnum

09.01.2016 - 21:21
In this picture taken on Wednesday Oct. 28, 2015, Manchester United's Wayne Rooney takes a penalty during the English League Cup soccer match berween Manchester United and Middlesbrough at Old Trafford Stadium, Manchester, England. The Football
 Mynd: AP
Wayne Rooney skaut Manchester United áfram í enska bikarnum með marki úr vítaspyrnu gegn Sheffield United á Old Trafford í kvöld.

Leikur liðanna var hrútleiðinlegur og virtist sem að C-deildarlið Sheffield United væri að ná í frábært jafntefli en þegar komið var fram í uppbótartíma var varamaðurinn Mamphis Depay felldur innan vítateigs. Rooney skoraði svo úr vítinu.

Sóknarleikur United var ekki upp á marga fiska og liðið virtist ekki líklegt til að skora í leiknum fyrr en liðið fékk vítaspyrnu. Ekki er víst að sigurinn létti undan þrýstingi þess efnis að Louis van Gaal verði látinn fara sem stjóri liðsins.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður