Umberto Eco látinn

Erlent
 · 
Bókmenntir
 · 
Evrópa
epa01303972 Italian writer and intellectual Umberto Eco poses for the media on a balcony of Granada, southern Spain 03 April 2008. 'Hay Festival' is an international meeting that brings together musicians, writers and intellectuals and will be
 Mynd: EPA  -  EFE

Umberto Eco látinn

Erlent
 · 
Bókmenntir
 · 
Evrópa
20.02.2016 - 01:38.Róbert Jóhannsson
Ítalski heimspekingurinn og rithöfundurinn Umberto Eco er látinn, 84 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Þetta staðfesti fjölskylda hans í kvöld. Þekktasta verk hans er Nafn rósarinnar, sem kom út í íslenskri þýðingu Thors Vilhjálmssonar árið 1984. Eco lærði heimspeki miðalda í háskóla ásamt bókmenntafræði.

Eco skrifaði sjö skáldsögur. Sú nýjasta, Numero Zero, kom út í fyrra. Einnig skrifaði hann þrjár barnabækur, auk fjölda fræðirita og -greina.
Eco varð prófessor í táknfræði við háskólann í Bologna á áttunda áratugnum og varð síðar forseti mannvísindadeildar skólans.