Tyrkir saka Kúrda um tilræðið

18.02.2016 - 09:01
epaselect epa05166704 Firefighters try to extinguish the flames at the scene of a car bomb detonation close to buildings of the Turkish military, in Ankara, capital of Turkey, 17 February 2016. At least five people were killed and another 10 were injured
Slökkviliðsmenn reyna að slökkva elda eftir sprengjutilræði í Ankara á miðvikudag.  Mynd: EPA  -  IHLAS NEWS AGENCY
Tyrknesk yfirvöld hafa látið handtaka níu menn vegna sprengjutilræðisins í Ankara í gær þar sem 28 létu lífið og 61 særðist. Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir að Kúrdar hafi sprengt sprengjuna.

Búið sé að komast að því að tilræðið hafi verið skipulagt bæði af Verkamannaflokki Kúrdistans PKK og vopnuðum sveitum Kúrda í Sýrlandi. Sýrlendingur er sagður hafa komið sprengunni fyrir.

Tyrkir hafa hafið að nýju loftárásir á stöðvar Kúrda í Haftanin í Norður- Írak. Sprengjum hefur að sögn m.a. verið varpað á um 60-70 vopnaða liðsmenn PKK og forystumenn þeirra.

Erdogan, forseti Tyrklands, hótar hefndum vegna tilræðisins í Ankara og segir að Tyrkir hafi rétt til að verja hendur sína. Hann aflýsti opinberri heimsókn til Azerbijan í dag og Davutoglu forsætisráðherra hætti við að fara til Brussel.