Twitter lokar á 125 þúsund notendur

06.02.2016 - 02:48
epa03939699 A passer-by photographs the Twitter logo on the outside of the New York Stock Exchange building in New York City, New York, USA 07 November 2013. Shares in the company Twitter (TWTR) began trading on the NYSE at a price of 26 US Dollars (19.23
 Mynd: EPA
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter segjast hafa lokað á 125 þúsund notendur frá miðju ári í fyrra fyrir að hvetja til eða hóta hryðjuverkum. Flestir þeirra voru tengdir hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki.

Í bloggfærslu segja stjórnendur að þeir fordæmi notkun miðilsins til hvatningar hryðjuverka og það brjóti í bága við reglur Twitter. Fleiri hafa verið fengnir til liðs við fyrirtækið til þess að fylgjast með notendum og henda óæskilegum út.

Twitter vinnur með lögreglu þegar það á við. Um mitt ár í fyrra hrósaði James Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunna FBI, Twitter fyrir að vera duglegir að loka á notendur sem hvöttu til hryðjuverka.
Stjórnendur segjast vinna náið með samtökum sem standa gegn hryðjuverkum og hafa sótt ýmsar ráðstefnur á þeirra vegum.

Facebook ákvað í mars í fyrra að hópar sem hvetja til hryðjuverka, skipulagðra glæpa og standa fyrir hatursáróðri verði bannaðir frá miðlinum.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV