Tvær albanskar fjölskyldur komnar til landsins

12.01.2016 - 18:16
Mynd með færslu
Albönsku fjölskyldurnar, sem fengu ríkisborgararétt fyrir jólin. Flestir sem synjað er um hæli koma frá Albaníu.  Mynd: Hallgrímur Indriðason  -  Hallgrimur Indriðason
Tvær fjögurra manna albanskar fjölskyldur, sem fengu íslenskan ríkisborgararétt skömmu fyrir jól, komu hingað til lands nú á sjötta tímanum.

Mál þeirra vakti mikla athygli í síðasta mánuði en þeim var þá vísað úr landi eftir að umsókn þeirra um hæli hafði verið synjað. Það var harðlega gagnrýnt, einkum í ljósi þess að í báðum fjölskyldunum er langveikt barn. Málið endaði á því að Alþingi samþykkti að veita þeim íslenskan ríkisborgararétt nú fyrir jól. Búið er að útvega báðum fjölskyldunum íbúð, önnur þeirra mun búa í Reykjavík en hin í Reykjanesbæ.

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV