Tugir látnir í flóðum í Hunan í Kína

10.07.2017 - 12:16
Erlent · Hamfarir · Asía · Kína
epa06062776 Rescuers evacuate people from a flooded area in Loudi city, Hunan province, China, 01 July 2017 (issued 03 July 2017). Days of downpours have brought floods to vast areas in southern China.  EPA/GUO QUAN CHINA OUT
 Mynd: EPA  -  FeatureChina
Yfir sextíu hafa fundist látnir í Hunan í Kína og ein komma sex milljónir íbúanna hafa orðið að flýja að heiman vegna úrhellis undanfarnar vikur. Fjöldi fólks á í erfiðleikum vegna skorts á nauðsynjum.

Vatnsveðrið hefur valdið flóðum og skriðum í héraðinu. Að sögn yfirvalda eru 53 þúsund íbúðarhús ónýt eftir óveðrið. Rigningin brast á 22. júní. Síðastliðna ellefu daga hefur rignt samfellt, að sögn kínverskra fjölmiðla. Yfir fimmtíu þúsund hermenn, slökkviliðsmenn, lögreglumenn og opinberir starfsmenn í Hunan taka þátt í björgunarstörfum.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV