Trump vitnar óvart í Benito Mussolini

28.02.2016 - 12:32
epa05132483 Businessman and Republican presidential candidate Donald Trump shows off the 22 Kill Honor Ring that represents twenty two veterans that kill themselves daily by suicide that was presented to him by three veterans during a rally on the Drake
 Mynd: EPA
Donald Trump, sem sækist eftir tilnefningu Repúblikanaflokksin sem forsetaefni, vitnaði í morgun í Benito Mussolini einræðisherra ítölsku fasistastjórnarinnar í seinni heimsstyrjöldinni.

Svo virðist sem misskilningur hafi átt sér stað þegar Twitter notandi, sem kallar sig ilduce2016, birti tilvitnunina og sagðist styðja Donald Trump. Það sem Trump virðist ekki hafa vitað er að Il Duce þýðir leiðtoginn á ítölsku og var viðurnefni Mussolinis. Í tístinu segir: „Það er betra að lifa í einn dag sem ljón en í hundrað ár sem sauðkind" og voru þau orð höfð eftir Mussolini í bandaríska tímaritinu Time árið 1943.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV