Trump sigraði í Michigan

epa05195394 US Republican Presidential candidate Donald Trump speaks to supporters during a rally at Lakefront Airport in New Orleans, Louisiana, USA, 04 March 2016. Louisiana will hold its primary elections on 05 March.  EPA/DAN ANDERSON
 Mynd: EPA
Donald Trump vann öruggan sigur í forkosningum repúblikana í Michigan-ríki, sem fram fóru að kvöldi þriðjudags að staðartíma. Þegar búið var að telja tæpan helming atkvæða hafði Trump fengið 37% talinna atkvæða, John Kasich um 25%, Ted Cruz tæp 24% og Marco Rubio 9%.

Michigan er mikið iðnaðarríki við landamærin að Kanada. Fyrr í kvöld vann Trump einnig öruggan sigur í suðurríkinu Mississippi. Repúblikanar halda einnig forkosningar í Miðvesturríkinu Idaho og á Hawaii í kvöld, en úrslit hafa ekki borist þaðan enn. 

Demókratar voru einnig með forval í Mississippi og Michigan. Hillary Clinton vann nokkuð góðan sigur á Sanders í fyrrnefnda ríkinu, en þegar þessi frétt er skrifuð, um nónbil að íslenskum tíma, er Sanders með 5 prósentustiga forskot á Clinton í Michigan, þegar búið er að telja um 44% greiddra atkvæða. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV