Trump fundar með leiðtogum múslimaríkja

19.05.2017 - 09:12
epa05906775 US president Donald J. Trump climbs the stairs to board Air Force One at Joint Base Andrews, Maryland 13 April 2017. Trump will fly to West Palm Beach, Florida to spend the Easter Weekend at his Mar-a-Lago resort.  EPA/Ron Sachs / POOL
 Mynd: EPA  -  Consolidated News Photos
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur í dag í sína fyrstu utanlandsferð eftir að hann varð forseti. Trump fer til Sádi-Arabíu þar sem hann hittir konuginn Salman bin Abdul-aziz al Saud og ræðir sölu á bandarískum vopnum til Sádi-Arabíu fyrir 100 milljarða dollara. Þá situr hann fund með leiðtogum nokkurra múslimaríkja, Jórdaníu, Alsír, Niger, Yemen, Marokko, Tyrklands, Pakistan, Íraks og Túnis og flytur ræðu um friðsamlega ásýnd íslams.

Frá Sádi-Arabíu heldur Trump til Ísraels og hann gerir stans hjá Frans páfa í Róm á leið sinni á leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Frans páfi, sem gagnrýnt hefur miskiptingu auðs í heiminum, segist ekki ætla á fundinum að reyna að snúa Trump til betri vegar í málefnum flóttafólks og umhverfismálum. Páfinn hefur bent Trump á að sá, sem reisi múra til þess að loka úti fólk sem leitar hælis, geti ekki talist kristinn maður.

 

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV