Trump fer til Texas á þriðjudag

27.08.2017 - 21:26
Mynd með færslu
Trump kemur í Hvíta húsið í dag eftir helgi í Camp David.  Mynd: EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti fer til Texas á þriðjudag, á slóðir fellibylsins Harveys. Hvíta húsið tilkynnti um þetta nú í kvöld, en áður hafði Trump sagt að hann færi ekki fyrr en ljóst væri að hann yrði ekki fyrir – að þar væru menn reiðubúnir að taka á móti honum án þess að hann truflaði björgunaraðgerðir.

Hamfarirnar í Texas eru fyrsta stóra verkefnið heima fyrir sem Trump þarf að takast á við í forsetatíð sinni, ef frá eru talin margvísleg mál sem tengjast honum sjálfum og starfsliði hans. Trump varði helginni í forsetabústaðnum í Camp David. Þar ræddi hann stöðuna sem upp er komin við ríkisstjórn sína um fjarfundarbúnað.

Harvey hefur orðið minnst fimm að bana í Houston og ekkert lát er talið að verði á vatnavöxtunum í borginni og þar í kring næstu daga.