Tónskáldið Pierre Boulez látinn

06.01.2016 - 12:00
epa04668930 (FILE) The file picture dated 19 June 2013 shows French composer and conductor Pierre Boulez attending a press conference in Madrid, Spain. Boulez will turn 90 on 26 March 2015.  EPA/BALLESTEROS
 Mynd: EPA  -  EFE FILE
Franska tónskáldið og píanistinn Pierre Boulez er látinn, 90 ára að aldri. Parísar fílharmónían tilkynnti um andlát hans en hann var stjórnandi þar til fjölda ára.

Frá því hann útskrifaðist úr tónlistarskóla árið 1945 og fram til ársins 1960 samdi hann mikið af tilraunakenndri tónlist sem byggðist á tólftóna tækninni. 

Árið 1976 kom Boulez að stofnun Institut de Recherche et Coordination Acoustique/Musique (IRCAM) í París. Stofnunin hefur verið eitt fremsta raftónlistar stúdíó í heiminum. Hann var þar við stjórn til ársins 1991.

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV