Tónlistarskólastjórar skora á sveitarfélög

10.11.2014 - 16:36
Mynd með færslu
Stjórn samtaka tónlistarskólastjóra skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að semja við tónlistarskólakennara hið fyrsta. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér síðdegis. Tónlistarskólakennarar og viðsemjendur þeirra hittast á samningafundi klukkan fimm í dag.

Tæpar þrjár vikur eru síðan verkfall tónlistarskólakennara hófst. Þá segir í ályktun tónlistarskólastjóra að óhæft sé að sveitarfélögin geri lítið úr námi tónlistarnemenda og faglegu starfi kennara þeirra með því að meta álag og mikilvægi starfs tónlistarskólakennara skör lægra en sambærileg störf grunn- og leikskólakennara.