Tónlistarskólakennarar samþykkja verkfall

06.10.2014 - 17:15
Mynd með færslu
93 prósent kennara í Félagi tónlistarskólakennara hafa samþykkt að boða til verkfalls 22. október næstkomandi hafi samningar ekki náðst við Samband íslenskra sveitarfélaga. 77,85 prósent eða 392 sögðu já en aðeins 5,6 prósent greiddu atkvæði á móti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KÍ.

Þar segir enn fremur að samningaviðræður kennara við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi staðið í tíu mánuði og var vísað til Ríkissáttasemjara 12. júní. Félag tónlistarskólakennara er eina aðildarfélag KÍ sem hefur ekki lokið gerð kjarasamnings við Samband íslenskra sveitarfélaga.