Tónlistarskólakennarar funda í dag

10.11.2014 - 11:19
Mynd með færslu
Tónlistarskólakennarar og viðsemjendur þeirra hjá sveitarfélögum hittast á samningafundi klukkan fimm í dag. Síðasti fundur var frá hálf ellefu til fimm á föstudag. Sigrún Grendal, formaður félags tónlistarskólakennara, segir að enginn árangur hafi verið af þeim fundi.

Enn vilji sveitarfélögin ekki greiða tónlistarskólakennurum sambærileg laun á við leikskólakennara- og grunnskólakennara. Tæpar þrjár vikur eru síðan verkfall tónlistarskólakennara hófst.