Tónlistarmenn mótmæla niðurskurði á RÚV

04.12.2013 - 19:35
Mynd með færslu
Fjöldi erlendra og innlendra tónlistarmanna sendu í kvöld frá sér sameiginlega yfirlýsingu sem lesin var upp á samstöðufundi vegna niðurskurðarins á RÚV. Meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við yfirlýsinguna eru Damien Rice, Sigur Rós og Vladimir Ashkenazy, einn af stofnendum Listahátíðar í Reykjavík.

Í hópnum eru einnig fiðlusnillingurinn Hillary Hahn og óperusöngkonan Kiri Te Kawana. Húsfyllir er í Háskólabíó þar sem fjöldi fólks hefur kvatt sér hljóðs undir dynjandi lófataki fundargesta.

Meðal annarra sem sent hafa frá sér yfirlýsingu í tengslum við fundinn í kvöld eru starfsmannafélag Sinfóníunnar og Rithöfundarsambandið. Undir lok fundarins stóð síðan til að samþykkja ályktun sem send yrði fjölmiðlum.

Nánar verður fjallað um samstöðufundinn í tíu fréttum sjónvarps í kvöld.