Tónlistarkennarar samþykkja kjarasamning

08.12.2014 - 15:57
Mynd með færslu
Félagsmenn í Félagi tónlistarskólakennara hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningurinn var samþykktur með 81,4% greiddra atkvæða. 11,7% vildu fellla samninginn. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 67,9%.

Samninganefndir Félags tónlistarskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu kjarasamning 25. nóvember. Þá höfðu tónlistarskólakennarar verið í verkfalli í fimm vikur. Samningurinn gildir út október á næsta ári.