Tónlistarkennarar funda aftur á morgun

19.11.2014 - 17:25
Mynd með færslu
Samningafundi Félags tónlistarskólakennara og fulltrúa sveitarfélaga lauk á fjórða tímanum í dag. Hann hófst klukkan ellefu. Áfram var rætt um gagntilboð tónlistarskólakennara sem lagt var fram á mánudag. Annar fundur hefur verið boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun.

Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarskólakennara, býst við að samninganefnd sveitarfélaga ætlar að leggja fram nýtt tilboð á morgun.