Tónlistarkennarar drægjust aftur úr

17.10.2014 - 15:17
Mynd með færslu
Stjórn Kennarasambands Íslands harmar að Félag tónlistarskólakennara hafi þurft að grípa til þess neyðarúrræðis að boða verkfall meðal félagsmanna sinna.

Í ályktun sem stjórnin samþykkti í dag kemur fram að ábyrgð vinnudeilunnar liggi fyrst og fremst hjá stjórnvöldum því tónlistarskólakennarar og stjórnendur tónlistarskóla geti með engu móti unað við að vera lægra sett en aðrir félagsmenn KÍ í launum. Tilboð samninganefndar sveitarfélaga sé algerlega óviðunandi og myndi skilja tónlistarskólakennara og stjórnendur tónlistarskóla verulega í launum frá öðrum félagsmönnum KÍ.

Stjórn KÍ skorar á stjórnvöld að veita samninganefnd sveitarfélaga umboð til að mæta réttmætum kröfum tónlistarskólakennara.