Tökur á Fortitude í fullum gangi

Landshlutar
 · 
Austurland
 · 
Kvikmyndir
 · 
Menningarefni

Tökur á Fortitude í fullum gangi

Landshlutar
 · 
Austurland
 · 
Kvikmyndir
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
02.02.2016 - 21:00.Arnaldur Máni Finnsson
Upptökur á Fortitude eru gríðarlega stórt verkefni. 140 manna tökulið kemur að verkefninu en um helmingur þess kom að utan í gær. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í desember. Umsvifin fara ekki framhjá íbúum Reyðarfjarðar enda heildarkostnaður við framleiðslu þáttaraðarinnar 1.3 milljarður króna. Snorri Þórisson, framleiðandi hjá Pegasus, er gríðarlega ánægður með móttökurnar á Reyðarfirði og vinnu harðsnúins liðs sem hefur komið upp leikmyndum víða, jafnvel uppi á heiðum á svæðinu.

Leikarar og tökufólk spennuþáttanna Fortitude kom til Egilsstaða með Boeing 757 þota frá Titan Airways í gær. Tökur á þáttunum hófust svo í dag og fara tökur upp eystra í febrúar. Síðan verður mánaðarhlé en tökur fara svo aftur fram í apríl.

Mikið umstang í kringum tökurnar

Umstangið fer ekki fara framhjá íbúum og voru íbúar Reyðarfjarðar til dæmis beðnir um að slökkva ljósin í kvöld á milli 16.30 og 20.00. Umferð um bæinn verður einnig takmörkuð og nokkrum götum lokað fyrir umferð. 

Framleiðslufyrirtækið Pegasus hefur sent frá sér tilkynningar til íbúa um frekari takmarkanir sem búast má við á Reyðarfirði og Eskifirði í mánuðinum og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda. Þar er þeim jafnframt þakkað fyrir frábært viðmót og hjálp við að framleiða þættina.

Forsvarsmenn bæjarfélagsins ánægðir með uppgripin

„Þetta eru sannarlega uppgrip, mikið af starfsemi blómstrar í kringum þessar kvikmyndatökur og liðið þarf á mikilli þjónustu að halda,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hann nefnir bæði iðnaðarmenn og þjónustuaðila á öðrum sviðum, en einnig hafi koma tökuliðsins fyrst og fremst áhrif á bæjarbraginn. Þáttaka fólksins láti því líða eins og það sé hluti af þessu. Til að mynda hafi verið gengið í hús og fólk beðið að slökkva ljós á ákveðnum tíma. „Þetta hefur afskaplega skemmtileg áhrif á bæjarbraginn, við tökum þátt í ýmsu sem er verið að gera. Ég held að bæjarbúar vilji allir taka þátt í þessu af heilum hug.“

Fagna snjókomunni

Ánægja er með aðstæður og fögnuðu framleiðendurnir snjókomunni en við upptökur á síðustu seríu þurfti að flytja gervisnjó til landsins frá Bretlandi. Náttúröflin virðist leggja á árarnar með framleiðslunni í ár og stemningin í hópnum sé góð. Snorri Þórisson segir þrjá bæir koma við sögu í ár til þess að skapa þann heim sem Fortitude-þáttaröðin kynnir til sögunnar. Mikið umstang er í kringum leikmynd þáttanna og hefur íslenskt teymi á vegum Pegasus staðið í ströngu frá því fyrir áramót við að koma upp leikmyndum hingað og þangað, meðal annars upp á Fjarðaheiði og Fagradal.

Björn Hlynur á með karakterinn í úlpunni

Margar nýjar persónur munu kynntar til sögunnar en þar verða í aðalhlutverki Lennox-hjónin, sem leikin verða af stórleikaranum Dennis Quaid og Michelle Fairley. Hún er þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Game of Thrones. Eins gerir íslenski leikarinn Björn Hlynur Haraldsson, sem leikur Odergaard varðstjóra og eiginmann bæjarstjórans sem leikinn er af leikonunni Sofie Gråböl, ráð fyrir að hlutverk sitt verði að einhverju leyti stærra heldur en í síðustu seríu.

„Það er mjög góð tilfinning að vera komin hingað aftur og í alvöru snjó. Við erum búin að vera í mánuð útí London að skjóta í stúdíói, þannig að karakterinn er kominn í mann aftur,“ segir Björn aðspurður að því hvernig sé að koma sér aftur í hlutverk Odergaards. Eins segir hann samskiptin við bæjarbúa hafa gengið vel og hina útlendu gesti njóta sín mjög vel á Íslandi. 

„Flestir útlendingarnir sem ég gisti með fara í svona hálfgerðan trans við að vera hérna. Þetta er allt fólk sem býr í stórborgum útí heimi, það líður um hérna bara eins og í einhverju sólarhrings spa bara alla daga. Ég held að það líði bara öllum mjög vel hérna.“

Tengdar fréttir

Fjarðabyggð

Beðnir um að slökkva ljósin fyrir Fortitude

Kvikmyndir

Margar nýjar persónur í Fortitude

Fjarðabyggð

Fortitude: Vilja slökkva öll ljósin í bænum

Mannlíf

Fortitude dýrasta sjónvarpsþáttaröð Breta