Þýddi texta portúgalska lagsins á íslensku

13.05.2017 - 17:44
Mynd með færslu
 Mynd: EPA  -  RÚV
Mikið hefur verið rætt um framlag Portúgal í Eurovision og í dag telja veðbankar að Salvador Sobral fari með sigur af hólmi í kvöld. Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason stóðst ekki mátið og þýddi texta lagsins yfir á íslensku og birti á Facebook-síðu sinni.

Lagið, sem heitir „Amar Pelos Dois“ fær íslenska titilinn „Ást fyrir tvo“ í þýðingu Hallgríms.

ÁST FYRIR TVO

Ef minnist þú mín
ég mæli til þín:
Ég elskaði þig alla tíð.
Ungur ég var
eitt efnilegt skar.
Þú færðir mér ljós litla hríð.

Ástin mín
ég ennþá læt mig dreyma
og aldrei mun ég gleyma
gleðinni með þér.
Ég veit vel
að upp á eigin spýtur
enginn lukku hlýtur,
því þarf ég þig með mér.

Ástin mín
ég ennþá læt mig dreyma
og aldrei mun ég gleyma
gleðinni með þér.
Ég veit vel
að upp á eigin spýtur
enginn lukku hlýtur,
því þarf ég þig með mér.

Ef þú segir nei, 
það sé engin von
fyrir ástfangið grey
og glötunarson,
hann færir þér fró,
sú fró hljómar svo:
Ég á alveg nóg
af ást fyrir tvo.

Mynd með færslu
Atli Þór Ægisson
vefritstjórn