Þrír lúðrar til Brandenburgar

05.03.2016 - 00:45
Mynd með færslu
Auglýsingar Krabbameinsfélagsins hlutu lúður í flokki almannaheillaauglýsinga.
Og það voru fleiri en tónlistarmenn sem gerðu upp síðasta ár. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut þrjá lúðra á íslensku auglýsingaverðlaununum sem haldin voru í Háskólabíó í kvöld. Þeir hlutu verðlaun fyrir bestu útvarpsauglýsingar og herferð fyrir auglýsingar sínar fyrir Sorpu, auk verðlauna fyrir almannaheillaauglýsingar fyrir Krabbameinsfélagið. Íslenska auglýsingastofan og Kontor Reykjavík hlutu tvenn verðlaun hvor.

Hér er listi yfir alla verðlaunahafa kvöldsins:

Veggspjöld og skilti: Mávurinn - Borgarleikhúsið
Umhverfisauglýsingar og viðburðir: Today's forecast, yfirhafnir í strætóskýlum - Jónsson og Le'macks
Bein markaðssetning: High 5 - Reykjavík letterpress
Samfélagsmiðlar: #AskGudmundur fyrir Íslandsstofu - Íslenska auglýsingastofan
Almannaheillaauglýsingar: Krabbameinsfélagið - hugsaðu um þinn eigin rass - Brandenburg
Vefauglýsingar: Colour Run Reykjavík - Vísir skiptir um lit - Kontor Reykjavík og Manhattan marketing
Útvarpsauglýsingar: Sorpa - Sorpanos - Brandenburg
Mörkun eða ásýnd vörumerkis: Kvika - H:N Markaðssamskipti
Prentauglýsingar: Alvogen - Eradizol blæs á brunann - Kontor Reykjavík
Kvikmyndaðar auglýsingar: Icelandair - Chez Louis - Íslenska auglýsingastofan
Herferð: Sorpa - Sorpanos - Brandenburg

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV