Þór kemur Hoffelli til aðstoðar

12.01.2016 - 09:09
Mynd með færslu
 Mynd: LHG  -  Landhelgisgæslan
Varðskipið Þór kemur til móts við Hoffellið, skip Samskipa, sem hefur verið með bilaða vél frá því á sunnudag um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum. Helgafellið er einnig á staðnum en veður var mjög vont á þessum slóðum í gær, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

25 metrar á sekúndu og ölduhæð á bilinu átta til tíu metrar. Veður í dag er öllu skaplegra, norðan tíu til ellefu og minnkandi sjór.

Mynd með færslu
Ásgeir Jónsson
Fréttastofa RÚV