Þór Akureyri upp í úrvalsdeild

04.03.2016 - 22:28
Mynd með færslu
 Mynd: Þór
Þór frá Akureyri mun leika í úrvalsdeild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir öruggan sigur á Hamri frá Hveragerði í kvöld, 109-77. Þór er þriðja liðið sem þjálfari liðsins, Benedikt Guðmundsson, kemur upp í efstu deild en fyrir hafði hann afrekað það með Þór Þorlákshöfn og Fjölni.

Andrew Jay Lehman skoraði 31 stig fyrir Þór í dag og Danero Thomas var með 30. Hjá Hamri var Samuel Prescott Jr. atkvæðamestur með 27 stig.

Algjör viðsnúningur hefur orðið hjá Þór en liðið vann aðeins einn leik í deildinni á síðustu leiktíð. Benedikt Guðmundsson tók við liðinu í sumar og hefur tekist að búa til yfirburðarlið í 1. deildinni.

Það kemur svo í ljós í vor hvaða lið fylgja Þór upp í úrvalsdeild en fjögurra liða úrslitakeppni verður um sæti í úrvalsdeildinni.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður