Þingkosningar hafnar í Íran

26.02.2016 - 07:16
Erlent · Asía · Íran · Stjórnmál
epa05181303 An Iranian woman casts her vote in the parliamentary and Experts Assembly election at a polling station at Ershad Mosque in Tehran, Iran, 26 February 2016. Nearly 55 million voters will elect on 26 February the representatives out of 6,229
 Mynd: EPA
Kosið er til þings og sérfræðingaráðs í Íran í dag. Kjörfundur hófst klukkan hálffimm í morgun að íslenskum tíma.

Atkvæði eru greidd um 299 sæti á íranska þinginu. Frambjóðendur skortir ekki, því að sautján eru um hvert sæti. Tíundi hluti þeirra eru konur. Í sérfræðingaráðinu sitja 88 manns. 159 manns bjóða sig fram til setu í því. Starf sérfræðingaráðsins er að fylgjast með gjörðum æðstaklerks landsins. Tæplega 55 milljónir eru á kjörskrá. Um það bil ein milljón vinnur við kosningarnar. Þar af eru um 250 þúsund lögreglumenn á vakt.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV